„Ég viðurkenni að það var alveg stress í maganum“

Framakonur | 7. júlí 2024

„Ég viðurkenni að það var alveg stress í maganum“

Suðurnesjakonurnar, Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir, gerðu sér lítið fyrir og urðu heimsmeistarar í nýrri íþrótt sem kallast Hyrox en fyrsta keppnin var haldin í Þýskalandi 2017. Keppnin var haldin í Nice í Suður-Frakklandi þetta árið en íþróttin hefur notið gríðarlegra vinsælda út um allan heim. Í Hyrox takast keppendur á við átta æfingaþrautir og hlaupa kílómeter á milli hverrar þrautar.

„Ég viðurkenni að það var alveg stress í maganum“

Framakonur | 7. júlí 2024

Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir að koma fyrstar …
Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir að koma fyrstar í mark á heimsmestaramótinu í Hyrox. Ljósmynd/Hyrox World Champoinships

Suðurnesjakonurnar, Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir, gerðu sér lítið fyrir og urðu heimsmeistarar í nýrri íþrótt sem kallast Hyrox en fyrsta keppnin var haldin í Þýskalandi 2017. Keppnin var haldin í Nice í Suður-Frakklandi þetta árið en íþróttin hefur notið gríðarlegra vinsælda út um allan heim. Í Hyrox takast keppendur á við átta æfingaþrautir og hlaupa kílómeter á milli hverrar þrautar.

Suðurnesjakonurnar, Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir, gerðu sér lítið fyrir og urðu heimsmeistarar í nýrri íþrótt sem kallast Hyrox en fyrsta keppnin var haldin í Þýskalandi 2017. Keppnin var haldin í Nice í Suður-Frakklandi þetta árið en íþróttin hefur notið gríðarlegra vinsælda út um allan heim. Í Hyrox takast keppendur á við átta æfingaþrautir og hlaupa kílómeter á milli hverrar þrautar.

Árdís og Ásta sigruðu í parakeppni í aldursflokknum 60-69 ára en þær unnu 11 pör sem voru skráð til leiks og slógu sitt eigið heimsmet í leiðinni sem er gríðarlegur árangur.

Árdís og Ásta hafa verið æfingafélagar síðan 2008 og segja að tilfinningin að koma fyrstar í mark hafi verið algjörlega ógleymanleg. Árdís hefur margoft tekið þátt í hlaupakeppnum og Ásta keppti í frjálsum íþróttum á yngri árum. Þær eru staðráðnar í að sterkur bakgrunnur í hlaupum og reynsla úr fyrri keppnum skilaði þeim sigri. 

„Við undirbjuggum okkur vel. Við æfum saman á hverjum einasta degi og þekkjum hvor aðra gríðarlega vel. Við lærðum frá fyrri reynslu hvernig er best að setja keppnina upp og hvernig við vildum skipta þrautunum á milli okkar á sem hagnýttastan hátt, við vissum hvað við gátum,“ segir Ásta. 

Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir stoltar eftir sigurinn …
Árdís Lára Gísladóttir og Ásta Katrín Helgadóttir stoltar eftir sigurinn á HM í Hyrox í Nice. Ljósmynd/Aðsend

Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, var líka Íslandi til sóma á heimsmeistaramótinu, en hún vann silfur verðlaunin í Pro-flokki 50- 54 ára. Hún kynntist Hyrox árið 2021 og fékk Árdísi og Ástu til að keppa með sér á fyrsta mótinu þeirra ári seinna í Birmingham. Síðan þá hafa þær fengið algjört æði fyrir íþróttinni en markmiðið var alltaf að komast á HM. Æðið hefur smitað út frá sér en sífellt fleiri Íslendingar hafa nú áhuga á íþróttinni. 

„Þetta tímabilið, 2023-2024, voru 175 þúsund keppendur skráðir í alla keppnisflokka víðsvegar um heiminn og spáð er að sú tala muni fara upp í 425-450 þúsund keppendur á næsta tímabili þar sem gert er ráð fyrir um 85 keppnir verði haldnar, segir Kristjana. 

Til samanburðar voru 332 þúsund keppendur skráðir í CrossFit Open víðsvegar um heiminn árið 2023. 

„Hyrox er að verða stærra en Crossfitt,“ segir Árdís. 

Fleiri keppendur voru með í íslenska liðinu í Nice en þar á meðal voru þau Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson sem þreyttu sína frumraun í Hyrox en þau sýndu að þau eiga sannarlega heima með þeim bestu. 

Íslenski hópurinn þau Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Árdís Lára Gísladóttir, Sigurjón …
Íslenski hópurinn þau Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Árdís Lára Gísladóttir, Sigurjón Ernir Sturluson, Ásta Katrín Helgadóttir og Kristjana Hildur Gunnarsdóttir í góðum gír við setningu heimsmeistaramótsins. Ljósmynd/Aðsend

Ásta og Árdís segja að stemningin í íslenska hópnum hafi verið mögnuð og íslenski baráttu andinn fór fljótt að óma um alla íþróttahöllina sem var farin að hvetja þær áfram á lokametrunum. 

„Stemningin hjá íslenska hópnum var algjörlega mögnuð. Við vorum með íslenska stuðningsmenn við hverja stöð sem hjálpuðu okkur að komast í gegnum þetta allt saman, síðan var öll höllin komin með þeim. Eftir keppnina kom svo mikið af unga fólkinu um allan heim sem höfðu verið að hvetja okkur áfram, þau hrósuðu okkur stanslaust og vildu mikið tala við okkur, segir Ásta.  

Hyrox-drottningarnar lýstu erfiðum aðstæðum á keppnisdegi þar sem gríðarlegur hiti var inni í höllinni en þær létu það ekki stoppa sig. 

Ásta og Árdís að taka við gullverðlaununum.
Ásta og Árdís að taka við gullverðlaununum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég viðurkenni að það var alveg stress í maganum en við tókum góða upphitun fyrir utan húsið. Það var stappað af fólki inn í höllinni og mikil stemning og læti. Það var líka rosalegur hiti en við létum það ekki stoppa okkur. Eftir upphitunina kom síðan yfir okkur ró og við vorum tilbúnar í slaginn,“ segir Árdís.

Árdís og Ásta segja að þær stefna á að komast aftur á HM á næsta ári. Þær ætla að halda áfram að styðja hvor aðra og æfa í Sporthúsinu í Reykjanesbæ með æfingahópnum sínum sem kalla sig 5 fræknar en Árdís og Ásta fagna því að hópnum fer stækkandi. 

„Þú getur allt sem þú ætlar þér, að hafa augun á gullinu skiptir svo miklu máli því ef þig virkilega langar í eitthvað þá verður þú að geta séð þetta fyrir þér,“ segir Ásta. 

Gullverðlaunin fögru.
Gullverðlaunin fögru. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is