Áslaug um fylgið: „Verðum að horfa í eigin barm“

Vextir á Íslandi | 11. júlí 2024

Áslaug um fylgið: „Verðum að horfa í eigin barm“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé óásættanlegt. Hún telur að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir á Covid-tímabilinu. 

Áslaug um fylgið: „Verðum að horfa í eigin barm“

Vextir á Íslandi | 11. júlí 2024

Áslaug Arna segir mikið verk að vinna.
Áslaug Arna segir mikið verk að vinna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé óásættanlegt. Hún telur að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir á Covid-tímabilinu. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé óásættanlegt. Hún telur að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir á Covid-tímabilinu. 

Þetta kom fram í viðtali við hana í hlaðvarpsþættinum Chess after dark. 

„Það er mjög mikið verk að vinna. Þetta er óásættanlegt og við verðum að horfa í eigin barm,“ sagði Áslaug spurð um fylgi Sjálfstæðisflokksins og hvað þyrfti að gera til að bæta það.

Vextir á húsnæðislán óásættanlegir

Hún segir margt spila þarna inn í og ekki síst staða efnahagsmála í dag.

„Það er að segja vöxtum og verðbólgu. Það er óásættanlegt að hér séu húsnæðislán með 11% vexti. Það er ekki samfélag sem við ætlum að búa við. Við höfum gefið mjög mikið eftir og við höfum kannski fórnað of miklu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi gagnvart ríkisfjármálunum,“ sagði hún.

Áslaug segir að á Covid-tímabilinu hafi flokkurinn fórnað of miklu frelsi og fjármagni, sem spili inn í þá stöðu sem er í efnahagsmálum í dag.

Fólk hafi áhuga á framtíðinni

Hún rakti sögu Sjálfstæðisflokksins og þá góðu hluti sem flokkurinn hefur gert fyrir þjóðfélagið, að hennar mati, en sagði samt að stjórnmál snerust um framtíðina.

Fólk væri í dag að glíma við vandamál á borð við húsnæðismarkaðinn og leikskólamál og það hefði ekki áhuga á sögukennslu.

„Mér finnst þurfa skýrari sýn fyrir landið til lengri tíma og hún á koma á grundvelli hægristefnu Sjálfstæðisflokksins. Þar þarf að ræða allskonar erfið mál sem við þurfum að vera miklu duglegri við að setja á dagskrá,“ sagði hún.


 

mbl.is