Katrín prinsessa afhendir Wimbledon-bikarinn

Kóngafólk | 13. júlí 2024

Katrín prinsessa afhendir Wimbledon-bikarinn

Katrín prinsessan af Wales verður viðstödd úrslitaleik Wimbledon karla á morgun, að sögn Kensington-hallar.

Katrín prinsessa afhendir Wimbledon-bikarinn

Kóngafólk | 13. júlí 2024

Katrín, prinsessa af Wales þegar hún mætti við Trooping the …
Katrín, prinsessa af Wales þegar hún mætti við Trooping the Colour skrúðgönguna í júní. AFP

Katrín prinsessan af Wales verður viðstödd úrslitaleik Wimbledon karla á morgun, að sögn Kensington-hallar.

Katrín prinsessan af Wales verður viðstödd úrslitaleik Wimbledon karla á morgun, að sögn Kensington-hallar.

Þetta verður í annað sinn sem hún kemur fram opinberlega eftir að hún hafa greinst með krabbamein og farið í kviðarholsaðgerð í janúar á þessu ári.

BBC greinir frá þessu.

Verndari Tennisfélagsins

Í síðasta mánuði mætti Katrín á Trooping the Colour skrúðgönguna og sást þá brosa og veifa frá svölum Buckingham-hallar.

Á morgun mun prinsessan afhenda sigurvegaranum í einliðaleik karla í ár bikarinn.

Hún hefur verið verndari Tenn­is- og croqu­et fé­lags Eng­lands undanfarin átta ár. Úrslitaleikurinn í karlaflokki í ár er á milli meistarans Carlos Alcaraz frá því í fyrra og sjöfalda Wimbledon-sigurvegarans Novak Djokovic.

Í júní sagði prinsessan um krabbameinsgreiningu sína að sér miðaði „vel áfram“ en væri „ekki sloppin ennþá“.

mbl.is