Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.
Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.
Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.
Var samningurinn felldur með 60,52% atkvæða en 44 höfðu atkvæðarétt og greiddu 38 þeirra atkvæði.
Frá þessu er greint á vef Félags skipstjórnarmanna.
Á sama tíma var kosið um kjarasamninga félaga í VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samband íslenskra sveitarfélaga, VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna og SA vegna vélstjóra á kaupskipum og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna vegna starfa vélstjóra á skipum og bátum í ferðaþjónustunni.
Voru þeir allir samþykktir í atkvæðagreiðslum en litlu mátti muna þegar kosið var um samning VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samband íslenskra sveitarfélaga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna og SA vegna vélstjóra á kaupskipum.
Voru kjarasamningar Félags vélstjóra og málmtæknimanna samþykktir með 53,3% atkvæða og kjarasamningar vegna vélstjóra á kaupskipum samþykktir með 52,9% atkvæða. Þá voru kjarasamningar vegna starfa vélstjóra á skipum og bátum í ferðaþjónustunni samþykktir með 71,4% atkvæða.