Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli í bleikum sjóstakki í myndbandi hennar fyrir Þjóðhátíðarlagið 2024, sem ber heitið Töfrar.
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli í bleikum sjóstakki í myndbandi hennar fyrir Þjóðhátíðarlagið 2024, sem ber heitið Töfrar.
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli í bleikum sjóstakki í myndbandi hennar fyrir Þjóðhátíðarlagið 2024, sem ber heitið Töfrar.
Við fyrstu sýn líkist þetta pollagalla en þetta er þó enginn venjulegur pollagalli heldur sjóstakkur sem hefur fylgt Íslendingum í áraraðir og farið frá því að vera einungis notaður sem hlífðarfatnaður á sjó yfir í að prýða landsmenn á útihátíðum.
Fleiri frægir hafa látið sjá sig í þessum fatnaði að undanförnu en vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir, áhrifavaldar og hlaðvarpsstjörnur, klæddust einnig bleiku sjóstökkunum á ferð sinni um landið nú á dögunum.
Stakkarnir eru frá 66°Norður og eru að sögn forsvarsmanna verslunarinnar uppseldir en von er á nýrri sendingu á næstu dögum.
„Í tilefni af góðum viðtökum ætlar 66°Norður að slá til heljarinnar sumarveislu í verslun sinni á Laugavegi 17 þann 24. júlí þar sem hver og einn getur fundið sér fatnað sem hentar vel fyrir íslenskt sumar. Þar mun Daniil stíga á svið ásamt því að DJ Guðný Björk mun þeyta skífum,“ segir í tilkynningu frá 66°Norður.