Jón og Friðrik Dór spiluðu berir að ofan

Instagram | 23. júlí 2024

Jón og Friðrik Dór spiluðu berir að ofan

Íslensku tónlistarbræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson hata ekki sólina og nýta hvert tækifæri til að næla sér í lit á kroppinn. 

Jón og Friðrik Dór spiluðu berir að ofan

Instagram | 23. júlí 2024

Stórglæsilegt fólk.
Stórglæsilegt fólk. Skjáskot/Instagram

Íslensku tónlistarbræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson hata ekki sólina og nýta hvert tækifæri til að næla sér í lit á kroppinn. 

Íslensku tónlistarbræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson hata ekki sólina og nýta hvert tækifæri til að næla sér í lit á kroppinn. 

Jón deildi eldheitri mynd af þeim bræðrum og glæsilegum eiginkonum þeirra, Hafdísi Björk Jónsdóttur og Lísu Hafliðadóttur, á Instagram-síðu sinni í fyrradag. Tónlistarmaðurinn viðurkenndi ósigur sinn og Hafdísar Bjarkar eftir æsispennandi viðureign hjónanna í leik af padel.

„Friss og Liz rústuðu okkur hjónum í padel... En gleðin og kærleikurinn allt umlykjandi samt sem áður,“ skrifaði Jón við færsluna. 

Eins og landsmenn vita eru Jón og Friðrik Dór meðlimir í íslensku strákasveitinni IceGuys ásamt þeim Rúrik Gíslasyni, Aroni Can og Árna Páli Árnasyni, best þekktur sem Herra Hnetusmjör. Strákasveitin gaf á dögunum út tónlistarmyndband við poppsmellinn Gemmér Gemmér. Þegar hafa 24.000 manns horft á myndbandið á Youtube. 

mbl.is