Gítarleikarinn Slash syrgir nú fráfall stjúpdóttur sinnar, Lucy-Bleu Knight.
Gítarleikarinn Slash syrgir nú fráfall stjúpdóttur sinnar, Lucy-Bleu Knight.
Gítarleikarinn Slash syrgir nú fráfall stjúpdóttur sinnar, Lucy-Bleu Knight.
Slash, sem heitir réttu nafni Saul Hudson, greindi frá andlátinu á Instagram-reikningi sínum í gærdag. Knight var 25 ára gömul.
Tónlistarmaðurinn birti skjáskot úr dánartilkynningu á samfélagsmiðlasíðunni. Þar segir að Knight hafi látist friðsamlega þann 19. júlí síðastliðinn. Dánarorsök hennar hefur ekki verið gefin upp en krufning hefur verið framkvæmd.
Slash, sem sló í gegn með rokkhljómsveitinni Guns N'Roses, hefur verið í sambandi með móður Knight, Meegan Hodges, frá árinu 2015. Gítarleikarinn á tvö uppkomin börn úr fyrra hjónabandi.