Sigríði Dögg Arnardóttur er meinilla við matarsóun og fer sniðugar leiðir til að nýta mat sem er í góðu lagi þrátt fyrir að hann sé kominn fram yfir síðasta söludag eða að nálgast síðasta söludag.
Sigríði Dögg Arnardóttur er meinilla við matarsóun og fer sniðugar leiðir til að nýta mat sem er í góðu lagi þrátt fyrir að hann sé kominn fram yfir síðasta söludag eða að nálgast síðasta söludag.
Sigríði Dögg Arnardóttur er meinilla við matarsóun og fer sniðugar leiðir til að nýta mat sem er í góðu lagi þrátt fyrir að hann sé kominn fram yfir síðasta söludag eða að nálgast síðasta söludag.
Sigríður Dögg, best þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, deildi snjallri, einfaldri, ódýrri og gómsætri hugmynd með fylgjendum sínum á Instagram sem getur hjálpað til við að draga úr matarsóun.
„Ok ok matarsóunarpæling!
Í gær í Krónunni fann ég kökur í 99 krónu körfunni - ekkert að þeim, bara nýútrunnar - ekki ónothæfar!
Þar sem ég elska að bjóða mínum bestu konum heim í kaffi og með því og ég þoli ekki matarsóun þá fékk ég hugmynd í gær.
Ég nefnilega elska að geta notað „gamla“ köku í eitthvað nýtt og skemmtilegt eins og kökupinna eða konfekt svo ég henti mér í það að mylja kökurnar saman, hnoða, húða með blöndu af espresso-dufti, kakó, smá kanilsykri og kókos og beint inn í frysti.
Þetta er í raun bara heimagerð kókoskúla - ef ég hefði átt Bailey's þá hefði ég hent því út í deigið,“ skrifaði Sigga Dögg við færsluna.