Ólympíuleikarnir munu hefjast í París næstkomandi föstudag, en í ár á Ísland fimm fulltrúa á leikunum. Þar á meðal er kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, en hún verður fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikarnir munu hefjast í París næstkomandi föstudag, en í ár á Ísland fimm fulltrúa á leikunum. Þar á meðal er kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, en hún verður fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikarnir munu hefjast í París næstkomandi föstudag, en í ár á Ísland fimm fulltrúa á leikunum. Þar á meðal er kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, en hún verður fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikunum.
Erna Sóley tók þátt í skemmtilegu „trendi“ á samfélagsmiðlum þar sem keppendur hafa tekið upp myndbönd og sýnt Ólympíufatnaðinn sem þau munu klæðast á leikunum.
Það er mismunandi á milli landa hverskonar fatnaði er úthlutað til keppenda og frá hvaða merki, en einnig er það mismunandi á milli íþrótta. Erna Sóley deildi myndbandi á Instagram þar sem hún sýndi fatnaðinn sem hún fékk frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Í ár er fatnaðurinn frá merkinu Peak, en það fyrsta sem Erna Sóley sýndi í myndbandinu var stærðarinnar ferðataska merkt Íslandi. Þá fékk hún einnig bakpoka, íþróttatösku, nokkur skópör, boli, buxur, utanyfirgalla, ferðafatnað, sokka, derhúfur og jakka svo eitthvað sé nefnt.
Vörurnar eru allar merktar Íslandi og er litapallettan í stíl við fána þjóðarinnar, en vörurnar eru ýmist hvítar, bláar eða rauðar.