Veiðimenn sluppu með skrekkinn

Instagram | 24. júlí 2024

Veiðimenn sluppu með skrekkinn

Tveir menn sluppu með skrekkinn þegar hnúfubakur velti litlum fiskibát á hliðina í hafnarborginni Portsmouth í New Hampshire á dögunum. Hnúfubakurinn kom upp á yfirborðið við hlið bátsins og hentust mennirnir í sjóinn.

Veiðimenn sluppu með skrekkinn

Instagram | 24. júlí 2024

Colin Yager náði atvikinu á myndband.
Colin Yager náði atvikinu á myndband. Samsett mynd

Tveir menn sluppu með skrekkinn þegar hnúfubakur velti litlum fiskibát á hliðina í hafnarborginni Portsmouth í New Hampshire á dögunum. Hnúfubakurinn kom upp á yfirborðið við hlið bátsins og hentust mennirnir í sjóinn.

Tveir menn sluppu með skrekkinn þegar hnúfubakur velti litlum fiskibát á hliðina í hafnarborginni Portsmouth í New Hampshire á dögunum. Hnúfubakurinn kom upp á yfirborðið við hlið bátsins og hentust mennirnir í sjóinn.

Maður að nafni Colin Yager, sem var við veiðar á sama stað, náði atvikinu á myndband og deildi því á samfélagsmiðlum. Aðrir um borð í bát Yager drógu mennina upp úr sjónum og komu þeim í öruggt skjól.

Engin slys urðu á fólki né dýrum samkvæmt upplýsingum frá bandarísku strandgæslunni.

View this post on Instagram

A post shared by BBC News (@bbcnews)

mbl.is