Fór úr að ofan og skellti á sig kattarkonugrímu

Instagram | 25. júlí 2024

Fór úr að ofan og skellti á sig kattarkonugrímu

Bandaríska leikkonan Halle Berry fagnaði 20 ára útgáfuafmæli kvikmyndarinnar Catwoman með því að birta eldheita myndaseríu á samfélagsmiðlasíðunni Instagram á þriðjudag. Kvikmyndin, sem var frumsýnd þann 19. júlí 2004, fékk ekki góða dóma og hefur ratað inn á þó nokkra lista yfir verstu kvikmyndir allra tíma. 

Fór úr að ofan og skellti á sig kattarkonugrímu

Instagram | 25. júlí 2024

Halle Berry fagnaði 20 ára útgáfuafmæli Catwoman.
Halle Berry fagnaði 20 ára útgáfuafmæli Catwoman. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Halle Berry fagnaði 20 ára útgáfuafmæli kvikmyndarinnar Catwoman með því að birta eldheita myndaseríu á samfélagsmiðlasíðunni Instagram á þriðjudag. Kvikmyndin, sem var frumsýnd þann 19. júlí 2004, fékk ekki góða dóma og hefur ratað inn á þó nokkra lista yfir verstu kvikmyndir allra tíma. 

Bandaríska leikkonan Halle Berry fagnaði 20 ára útgáfuafmæli kvikmyndarinnar Catwoman með því að birta eldheita myndaseríu á samfélagsmiðlasíðunni Instagram á þriðjudag. Kvikmyndin, sem var frumsýnd þann 19. júlí 2004, fékk ekki góða dóma og hefur ratað inn á þó nokkra lista yfir verstu kvikmyndir allra tíma. 

Berry, 57 ára, háttaði sig úr öllu nema nærbuxunum fyrir myndatökuna en skellti að sjálfsögðu á sig kattarkonugrímu til að skapa réttu stemninguna. Á myndunum heldur Berry á tveimur svörtum köttum sem hún meðal annars notar til að hylja brjóst sín. 

Ríflega 400.000 manns hafa líkað við færslu Berry. 

Margar glæsilegar leikkonur hafa farið með hlutverk Kattarkonunnar í gegnum tíðina. Má þar nefna Julie Newmar, sú fyrsta til að setja á sig kattareyrun, Eartha Kitt, Michelle Pfeiffer, Zoë Kravitz og Anne Hathaway.  

mbl.is