Harry óttast enn um öryggi Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 26. júlí 2024

Harry óttast enn um öryggi Meghan

Harry prins segir að enn sé óöruggt fyrir Meghan að heimsækja Bretland. Þetta segir hann í viðtali í nýjum heimildaþætti ITV Tabloids on Trial.

Harry óttast enn um öryggi Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 26. júlí 2024

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja óttast stöðugt um öryggi sitt.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja óttast stöðugt um öryggi sitt. AFP

Harry prins segir að enn sé óöruggt fyrir Meghan að heimsækja Bretland. Þetta segir hann í viðtali í nýjum heimildaþætti ITV Tabloids on Trial.

Harry prins segir að enn sé óöruggt fyrir Meghan að heimsækja Bretland. Þetta segir hann í viðtali í nýjum heimildaþætti ITV Tabloids on Trial.

„Það er enn hættulegt. Það þarf ekki nema einn til. Eina manneskju sem les allt þetta og bregst við því sem hún les. Hvort sem það er hnífur eða sýra, hvað sem það er, þetta eru hlutir sem valda mér verulegum áhyggjum og þess vegna vil ég ekki að konan mín heimsæki landið.“

Þessar áhyggjur Harry prins eru ekki úr lausu lofti gripnar. Árið 2022 sagði Neil Basu, hjá hryðjuverkadeild lögreglunnar, að raunverulegar hótanir hefðu borist Meghan meðan hún bjó þar í landi. „Við vorum með teymi sem rannsakaði hótanirnar og fólk hefur verið sótt til saka fyrir þær,“ sagði Basu.

Harry prins hefur einnig sagt að honum hefði liðið eins og hann ætti ekki annarra kosta völ en að yfirgefa Bretland af öryggisástæðum. Eftir að þau sögðu sig frá konunglegum skyldustörfum þá hættu þau að eiga rétt á lögregluvernd. Harry prins hefur barist til þess að fá þeirri ákvörðun hnekkt en án árangurs.

„Bretland er heimili mitt og ég vil að börnunum líði eins og það sé þeirra heimili rétt eins og Bandaríkin. Það getur ekki gerst ef ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra meðan þau dvelja í landinu.“

„Ég get ekki hætt lífi eiginkonu minnar og með tilliti til lífsreynslu minnar þá vil ég helst ekki setja eigið líf í hættu að óþörfu,“ sagði Harry í yfirlýsingu til dómstóla þegar hann reyndi að fá aukna öryggisgæslu.

Meghan heimsótti Bretland síðast í september árið 2022 þegar hún var viðstödd jarðaför drottningarinnar. Börnin heimsóttu Bretland í júní 2022 þegar drottningin átti krýningarafmæli. 

mbl.is