Mikil pressa á Meghan að standa sig

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. júlí 2024

Mikil pressa á Meghan að standa sig

Augu allra beinast að næsta verkefni Meghan hertogynju af Sussex, eiginkonu Harry prins.

Mikil pressa á Meghan að standa sig

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. júlí 2024

Meghan hertogynja má ekki við að fleiri verkefni floppi.
Meghan hertogynja má ekki við að fleiri verkefni floppi. AFP

Augu allra beinast að næsta verkefni Meghan hertogynju af Sussex, eiginkonu Harry prins.

Augu allra beinast að næsta verkefni Meghan hertogynju af Sussex, eiginkonu Harry prins.

Sagt er að hún sé búin að taka upp matreiðsluþátt fyrir Netflix en óljóst er hvenær sýningar hefjast. „Tökur fóru fram nálægt heimili þeirra í Montecito og allt gekk samkvæmt áætlun,“ sagði heimildarmaður í viðtali við The Sun.

Andrew Bloch, sérfræðingur í almannatengslum segir að matreiðsluþáttur Meghan sé of mikilvægur til að klikka en að hún þurfi að yfirstíga vissar áskoranir.

„Meghan verður að tryggja að áhorfið verði mikið enda er Netflix búið að kosta miklu til,“ segir Bloch. 

Hörð samkeppni í lífsstílsgeiranum

„Harry og Meghan skrifuðu undir samning upp á 100 milljóna dollara árið 2020 og vilja sjá ávöxtun á þeirri fjárfestingu. Netflix mun áreiðanlega leggja mikið í kynningarherferð en þurfa að vera á varðbergi gagnvart harðri samkeppni í þessum geira sjónvarpsins.“

„Þetta kann að vera áskorun þar sem Meghan er ný í þessum geira lífsstíls og afþreyingar svo ekki sé minnst á bakslagið sem kom eftir að Harry gaf út ævisögu sína Spare.“

Bloch segir að matreiðsluþátturinn geti falið í sér mikil tækifæri fyrir Meghan og að þetta sé eitthvað sem hún þurfi að „negla“.

„Þetta er í takt við hennar áhugamál og endurspeglar áherslur hennar í öðrum verkefnum á borð við American Riviera Orchard.“ Ekkert má klikka og Meghan og Netflix munu í sameiningu tryggja það.“

Tækifæri ef allt gengur vel

„Margar dyr munu opnast ef þátturinn slær í gegn,“ segir Carla Speight almannatengill og umboðsmaður. „Við erum að tala um uppskriftabækur, garðyrkju- og matreiðsluvörur, þættir, samstarfssamningar...listinn er endalaus. Þau gætu haft mikið upp úr þessu.“

„Hér skapast tækifæri fyrir hana að sýna hver hún er í raun og veru, fjarri öllu slúðrinu. Fram að þessu höfum við aðeins fengið að sjá hana sem Hollywood stjörnu og eiginkonu prinsins. Hún getur sýnt okkur hver hún er og afhverju Harry varð ástfanginn af henni.“

Tafir vegna skorts á fjárfestum?

Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Meghan gaf til kynna að hún væri að fara af stað með lífsstílsvarning til sölu undir heitinu American Riviera Orchard. Meghan sendi útvöldum sultukrukkur sem margir telja að verði til sölu. Það hafa þó orðið einhverjar tafir og enn er engin heimasíða komin í loftið. Margir telja að hún hafi farið af stað með kynninguna í mars í þeim tilgangi að laða að fjárfesta sem sé svo að taka meiri tíma en áætlað var.

mbl.is