Dánarorsök O'Connor gerð opinber

Poppkúltúr | 29. júlí 2024

Dánarorsök O'Connor gerð opinber

Írska söngkonan Sineád O'Connor lést af völdum lungnateppu, astma og sýkingar í öndunarfærum. Þetta kemur fram í dánarvottorði. 

Dánarorsök O'Connor gerð opinber

Poppkúltúr | 29. júlí 2024

Sinéad O'Connor.
Sinéad O'Connor. AFP

Írska söngkonan Sineád O'Connor lést af völdum lungnateppu, astma og sýkingar í öndunarfærum. Þetta kemur fram í dánarvottorði. 

Írska söngkonan Sineád O'Connor lést af völdum lungnateppu, astma og sýkingar í öndunarfærum. Þetta kemur fram í dánarvottorði. 

O'Connor fannst látin á heimili sínu í Lundúnum þann 26. júlí í fyrra. Hún var 56 ára gömul. 

And­lát hennar bar að aðeins einu og hálfu ári eft­ir að son­ur henn­ar, Shane Lunny, féll fyr­ir eig­in hendi, þá 17 ára gam­all. 

O'Conn­or skaust upp á stjörnu­him­in­inn á tí­unda ára­tugn­um með ábreiðu sinni á lag­inu Not­hing Compares 2 U eft­ir Prince. Yfir fer­il­ henn­ar, sem spannaði meira en þrjá ára­tugi, gaf hún út tíu stúd­í­ó­plöt­ur.

mbl.is