Sonur Jolie og Pitt slasaðist í umferðarslysi

Poppkúltúr | 30. júlí 2024

Sonur Jolie og Pitt slasaðist í umferðarslysi

Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.

Sonur Jolie og Pitt slasaðist í umferðarslysi

Poppkúltúr | 30. júlí 2024

Angelina Jolie og Pax Thien Jolie.
Angelina Jolie og Pax Thien Jolie. Frazer Harrison

Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.

Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.

Pax, sem er tvítugur að aldri, ók rafskútu sinni, án hjálms, aftan á bíl á Los Feliz Boulevard síðla dags í gær.

Betur fór en á horfðist en að sögn lögreglu var Pax með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Hann kvartaði undan verk í höfði og á mjöðm.

Læknar segja hann á góðum batavegi og búast við því að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Pax er næstelsta barn Jolie og Pitt. 

mbl.is