Tók þúsund klukkustundir að gera kjól Céline Dion

Hönnun | 30. júlí 2024

Tók þúsund klukkustundir að gera kjól Céline Dion

Kanadíska söngkonan Céline Dion var afar glæsileg á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Gimsteinaskreyttur síðkjóll hennar vakti mikla athygli áhorfenda.

Tók þúsund klukkustundir að gera kjól Céline Dion

Hönnun | 30. júlí 2024

Tónlistarkonan Céline Dion heillaði heimsbyggðina í síðum geimsteinakjól.
Tónlistarkonan Céline Dion heillaði heimsbyggðina í síðum geimsteinakjól. Ljósmynd/Laura Gilli

Kanadíska söngkonan Céline Dion var afar glæsileg á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Gimsteinaskreyttur síðkjóll hennar vakti mikla athygli áhorfenda.

Kanadíska söngkonan Céline Dion var afar glæsileg á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Gimsteinaskreyttur síðkjóll hennar vakti mikla athygli áhorfenda.

Margir biðu spenntir eftir að hlýða á flutning söngkonunnar enda hefur hún ekki sungið opinberlega í nokkur ár eða allt frá því hún greindist með sjaldgæfa taugaröskun, Stiff Person Syndrome, í ágúst 2022. Flutningur Dion á laginu Hymne A L’Amour var mikill persónulegur sigur fyrir söngkonuna og fangaði hjörtu fólks um allan heim.

Lögðu allt í sölurnar

Ítalski fatahönnuðurinn Maria Grazia Chiuri og franska tískuhúsið Dior lögðu allt í sölurnar til að gera stóru stund Dion ógleymanlega en samkvæmt tískutímaritinu Vogue þá tók það yfir 1.000 klukkustundir að gera kjólinn sem Dion klæddist. 

Kjóllinn var sérsniðinn á söngkonuna. Hann var þakinn glæsilegum gimsteinum sem allir voru handsaumaðir á kjólinn. Til að fullkomna meistaraverkið þá saumaði Chiuri tignarlega skikkju, þakta gimsteinum, á kjólinn.

Þakklát fyrir tækifærið

Dion birti tilkynningu á samfélagsmiðlum skömmu eftir flutninginn og lýsti yfir miklu þakklæti og óskaði einnig öllum keppendum á Ólympíuleikunum góðs gengis.

„Mest af öllu er ég ánægð að vera fagna þessum mögnuðu íþróttamönnum, ásamt öllum þeirra sögum af fórnum, einbeitni, sársauka og þrautseigju. Þið hafið öll unnið svo hart að draumum ykkar og hvort sem þið komið heim með medalíu eða ekki, þá vona ég að draumar ykkar rætist,“ skrifaði Dion.

mbl.is