Vara við gosi á næstu dögum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. júlí 2024

Vara við gosi á næstu dögum

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Skjálftum á Sundhnúkagígaröðinni fjölgar hægt og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands nægan þrýsting hafa byggst upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði. 

Vara við gosi á næstu dögum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. júlí 2024

Veðurstofan varar við því að eldgos eða kvikuhlaup geti hafist …
Veðurstofan varar við því að eldgos eða kvikuhlaup geti hafist á næstu sjö til tíu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Skjálftum á Sundhnúkagígaröðinni fjölgar hægt og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands nægan þrýsting hafa byggst upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði. 

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Skjálftum á Sundhnúkagígaröðinni fjölgar hægt og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands nægan þrýsting hafa byggst upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að GPS-mælingar sýni að síðustu daga hafi örlítið hægst á landrisi. Það, samhliða aukinni skjálftavirkni líkt og mældist í gær, gefi vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos. 

Aukin smáskjálftavirkni mældist á Sundhnúkagígaröðinni í gær og stóð yfir í um 50 mínútur. 

Vísbendingar um að skammt sé í kvikuhlaup eða eldgos

GPS-mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúkagígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Því eru auknar líkur á að það dragi til tíðinda á næstu 7-10 dögum.

Hættumat er óbreytt frá síðustu viku.

mbl.is