Kvika reyndi að komast af stað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 31. júlí 2024

Kvika reyndi að komast af stað

Landris heldur áfram á og við Sundhnúkagígaröðina og ýmis merki eru um að það styttist í að draga fari til tíðinda. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir vaxandi skjálftavirkni á svæðinu og að örlítið hafi hægt á aðlögun.

Kvika reyndi að komast af stað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 31. júlí 2024

Skjálftavirkni eykst á Sundhnúkagígaröðinni og á kerfinu er nægur þrýstingur …
Skjálftavirkni eykst á Sundhnúkagígaröðinni og á kerfinu er nægur þrýstingur til að koma af stað kvikuhlaupi eða gosi á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landris heldur áfram á og við Sundhnúkagígaröðina og ýmis merki eru um að það styttist í að draga fari til tíðinda. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir vaxandi skjálftavirkni á svæðinu og að örlítið hafi hægt á aðlögun.

Landris heldur áfram á og við Sundhnúkagígaröðina og ýmis merki eru um að það styttist í að draga fari til tíðinda. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir vaxandi skjálftavirkni á svæðinu og að örlítið hafi hægt á aðlögun.

Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku og gildir það að öllu óbreyttu til 6. ágúst.

„Við fengum smá skjálftahrinu í gær sem fólk tók eftir. Ekki er ólíklegt að þar hafi kvika verið að reyna að koma sér af stað en það ekki tekist. Þannig að vísbendingar eru um að það styttist í næsta kvikuhlaup eða eldgos,“ segir Benedikt.

Segir hann að kerfið sé væntanlega komið að þrýstingsmörkum og þegar skorpan sem heldur kvikunni og kemur í veg fyrir að hún fari af stað fer að bresta birtist það sem jarðskjálftar.

„Þetta er í raun bara merki um að spennan í jarðskorpunni er komin að brotmörkum.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

mbl.is