Reynir hefur auglýst glæsihýsið í Fossvogi til sölu

Heimili | 31. júlí 2024

Reynir hefur auglýst glæsihýsið í Fossvogi til sölu

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir og frumkvöðull, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Bjarmaland í Fossvogi á sölu. Húsið er engin smásmíði, 289 fm að stærð og var reist árið 1968. 

Reynir hefur auglýst glæsihýsið í Fossvogi til sölu

Heimili | 31. júlí 2024

Hús Reynis er mikil prýði.
Hús Reynis er mikil prýði. Samsett mynd

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir og frumkvöðull, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Bjarmaland í Fossvogi á sölu. Húsið er engin smásmíði, 289 fm að stærð og var reist árið 1968. 

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir og frumkvöðull, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Bjarmaland í Fossvogi á sölu. Húsið er engin smásmíði, 289 fm að stærð og var reist árið 1968. 

Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan. Það státar meðal annars af bíósal, líkamsræktaraðstöðu, billiard-herbergi, risi og aukaíbúð í kjallara. Húsið er einkar rúmgott og býður upp á ótal möguleika. 

Ljósar innréttingar eru áberandi í húsinu sem og stórir gluggar. Fiskibeinaparket er á gólfum í flestum rýmum hússins sem gefur húsinu smekklegt yfirbragð. Fallegur arinn er miðpunktur stofunnar.

Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamatið er 222.400.000 krónur og brunabótamatið er 199.950.000 krónur. 

Sjá fasteignavef mbl.is: Bjarmaland 16

Reynir er í sambandi með Mar­gréti Ýri Ingimars­dótt­ur, kenn­ari og eig­anda Hug­mynda­bank­ans. Hann var áður í sambandi með Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, ráðgjafa í vinnusálfræði og fyrrverandi fegurðardrottningu. 

Margrét Ýr var áður gift Ómari R. Valdimarssyni lögfræðingi en þau skildu snemma á síðasta ári eftir 17 ára samband. Fyrrverandi hjónin auglýstu glæsilegt einbýlishús við Hofslund í Garðabæ til sölu í maí í fyrra. 

Húsið er rúmgott og bjart.
Húsið er rúmgott og bjart. Skjáskot/Eignamiðlun
Fallegt parket prýðir rými hússins.
Fallegt parket prýðir rými hússins. Skjáskot/Eignamiðlun
Heljarinnar billiard-herbergi er á neðri hæð hússins.
Heljarinnar billiard-herbergi er á neðri hæð hússins. Skjáskot/Eignamiðlun
Glæsilegan bíósal er einnig að finna í húsinu.
Glæsilegan bíósal er einnig að finna í húsinu. Skjáskot/Eignamilun
Rýmið á neðri hæðinni býður upp á ótal möguleika.
Rýmið á neðri hæðinni býður upp á ótal möguleika. Skjáskot/Eignamiðlun
mbl.is