Sex and the City-stjörnur hittust óvænt í París

Poppkúltúr | 31. júlí 2024

Sex and the City-stjörnur hittust óvænt í París

Hollywood-stjörnurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Hudson áttu óvænta endurfundi í París á mánudag. Parker og Hudson eru báðar staddar í borg ljósanna vegna Ólympíuleikana. 

Sex and the City-stjörnur hittust óvænt í París

Poppkúltúr | 31. júlí 2024

Parker og Hudson féllust í faðma þegar þær hittust.
Parker og Hudson féllust í faðma þegar þær hittust. Samsett mynd

Hollywood-stjörnurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Hudson áttu óvænta endurfundi í París á mánudag. Parker og Hudson eru báðar staddar í borg ljósanna vegna Ólympíuleikana. 

Hollywood-stjörnurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Hudson áttu óvænta endurfundi í París á mánudag. Parker og Hudson eru báðar staddar í borg ljósanna vegna Ólympíuleikana. 

Hudson, sem gerði garðinn frægan í hæfileikakeppninni American Idol árið 2004, fór eftirminnilega með hlutverk aðstoðarkonu Carrie Bradshaw í kvikmyndinni Sex and the City frá árinu 2008.

Karakter Hudson, Louise, hjálpaði Bradshaw að koma lífi sínu í réttar skorður eftir erfið sambandsslit við Mr. Big. 

Hudson birti fallega mynd af þeim stöllum á Instagram-síðu sinni á mánudag þar sem þær stóðu nálægt þekktasta kennileiti Parísarborgar, Eiffel-turninum. Við færsluna skrifaði hún einkunnarorð Louise „Love is the thing, you know!“.

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Hudson (@iamjhud)

mbl.is