Bullock tilbúin að dýfa tánum í stefnumótalaugina

Poppkúltúr | 1. ágúst 2024

Bullock tilbúin að dýfa tánum í stefnumótalaugina

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock er sögð vera orðin tilbúin til að dýfa tánum í stefnumótalaugina á ný. Eitt ár er liðið frá því að sambýlismaður hennar, ljósmyndarinn Bryan Randall, lést eftir erfiða baráttu við hreyfitaugahrörnun.

Bullock tilbúin að dýfa tánum í stefnumótalaugina

Poppkúltúr | 1. ágúst 2024

Sandra Bullock horfir björtum augum á framtíðina.
Sandra Bullock horfir björtum augum á framtíðina. Ljósmynd/IMDb

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock er sögð vera orðin tilbúin til að dýfa tánum í stefnumótalaugina á ný. Eitt ár er liðið frá því að sambýlismaður hennar, ljósmyndarinn Bryan Randall, lést eftir erfiða baráttu við hreyfitaugahrörnun.

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock er sögð vera orðin tilbúin til að dýfa tánum í stefnumótalaugina á ný. Eitt ár er liðið frá því að sambýlismaður hennar, ljósmyndarinn Bryan Randall, lést eftir erfiða baráttu við hreyfitaugahrörnun.

Bullock, sem fagnaði sextugsafmæli sínu í júlí, er opin fyrir nýjum möguleikum að sögn heimildarmanns Us Weekly. Leikkonan vill þó ekki ana áfram í hugsunarleysi. Hún er enn að jafna sig eftir áfallið og kýs að eyða sem mestum tíma með börnum sínum.

Randall lést þann 5. ágúst í fyrra, 57 ára að aldri. Hann háði þriggja ára baráttu við MND sem er banvænn og hraðgengur sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkamans.

Bullock og Randall höfðu verið sam­an frá árinu 2015. Þau kynntust þegar Randall myndaði afmælisveislu sonar Bullock, Louis Bardo.

Bullock, sem tal­ar lítið op­in­ber­lega um fjöl­skyldu­líf sitt, sagði frá sam­bandi sínu við Randall í spjallþætt­in­um Red Table Talk árið 2021. Þar lýsti hún Randall sem ást­inni í lífi sínu.

mbl.is