Sonur Nicolas Cage lýsti sig saklausan

Poppkúltúr | 1. ágúst 2024

Sonur Nicolas Cage lýsti sig saklausan

Bandaríski leikarinn Weston Cage, sonur Nicolas Cage og Christinu Fulton, lýsti sig saklausan af ákæru um líkamsárás með banvænu vopni við þingfestingu í Los Angeles á miðvikudag.

Sonur Nicolas Cage lýsti sig saklausan

Poppkúltúr | 1. ágúst 2024

Weston Cage var látinn laus gegn tryggingu sem faðir hans …
Weston Cage var látinn laus gegn tryggingu sem faðir hans er sagður hafa borgað. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Weston Cage, sonur Nicolas Cage og Christinu Fulton, lýsti sig saklausan af ákæru um líkamsárás með banvænu vopni við þingfestingu í Los Angeles á miðvikudag.

Bandaríski leikarinn Weston Cage, sonur Nicolas Cage og Christinu Fulton, lýsti sig saklausan af ákæru um líkamsárás með banvænu vopni við þingfestingu í Los Angeles á miðvikudag.

Cage, sem er 33 ára, var handtekinn síðla júní eftir að hafa ráðist á móður sína í reiðiskasti miklu örfáum mánuðum áður. 

Undir lok aprílmánaðar barst lögreglunni í Los Angeles símtal þar sem Fulton ásakaði son sinn um að hafa gengið í skrokk á sér og öðrum ónefndum einstaklingi. Þegar lögreglan mætti á svæðið var Cage flúinn af vettvangi. 

Stuttu eftir handtöku sonar síns viðurkenndi Fulton að Cage hafi augljóslega verið í miklu andlegu ójafnvægi.

„Þann 28. apríl síðastliðinn bárust mér skilaboð frá góðvinum sonar míns um versnandi andlegt ástand hans. Ég var vinsamlegast beðin um að mæta á svæðið til þess að reyna að róa hann niður. Þegar ég kom á staðinn var hann í mikilli maníu. Réðst hann þá á mig og barði mig,“ sagði Fulton. 

Dómari úrskurðaði Cage í tímabundið nálgunarbann gegn móður sinni á meðan dómsmálið er í gangi. 

mbl.is