Bianca Censori, eiginkona rapparans Kanye West, skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún hélt í verslunarleiðangur í Beverly Hills á fimmtudag.
Bianca Censori, eiginkona rapparans Kanye West, skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún hélt í verslunarleiðangur í Beverly Hills á fimmtudag.
Bianca Censori, eiginkona rapparans Kanye West, skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún hélt í verslunarleiðangur í Beverly Hills á fimmtudag.
Censori, sem er 29 ára og menntaður arkitekt, hefur valdið miklum usla með djörfu og ögrandi fatavali sínu síðustu vikur og mánuði enda ófeimin við að spóka sig um hálfnakin.
Hún breytti ekki út af vananum á fimmtudag og klæddist örþunnum míníkjól og g-streng til að kíkja í búðir. Kjóllinn minnti einna helst á nælon sokk.
Klæðaburður Censori hefur vakið mikla athygli, sjaldan jákvæða, á síðustu mánuðum.
Í fyrra, þegar hjónin heimsóttu Feneyjar, bárust lögreglunni ítrekaðar tilkynningar og kvartanir frá almenningi vegna ögrandi fatavals Censori.