Sigríður hannaði föt á Bríeti úr gölluðum vörum

Fatastíllinn | 6. ágúst 2024

Sigríður hannaði föt á Bríeti úr gölluðum vörum

Söngkonan Bríet er með eftirtektarverðan fatastíl og kemur sífellt á óvart. Hún var að skemmta á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vakti athygli fyrir sérstakan klæðaburð. Þar klæddist hún sérsaumuðum fatnaði sem búinn var til úr gölluðum flíkum og afgangsefni frá 66°Norður. 

Sigríður hannaði föt á Bríeti úr gölluðum vörum

Fatastíllinn | 6. ágúst 2024

Söngkonan Bríet tók sig vel út í fötum sem saumuð …
Söngkonan Bríet tók sig vel út í fötum sem saumuð voru úr gölluðum flíkum og afgangsefni frá 66°Norður. Samsett mynd

Söngkonan Bríet er með eftirtektarverðan fatastíl og kemur sífellt á óvart. Hún var að skemmta á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vakti athygli fyrir sérstakan klæðaburð. Þar klæddist hún sérsaumuðum fatnaði sem búinn var til úr gölluðum flíkum og afgangsefni frá 66°Norður. 

Söngkonan Bríet er með eftirtektarverðan fatastíl og kemur sífellt á óvart. Hún var að skemmta á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vakti athygli fyrir sérstakan klæðaburð. Þar klæddist hún sérsaumuðum fatnaði sem búinn var til úr gölluðum flíkum og afgangsefni frá 66°Norður. 

Bríet og 66°Norður hafa unnið saman undanfarin ár og alltaf með það markmið að nýta gallaðar vörur og afgangsefni. Fatahönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir hannaði fötin en þær Bríet hafa unnið saman síðan sú síðarnefnda var 17 ára. 

Fyrir þetta verkefni voru hráefnin þekktir stílar eins og Straumur sundbolur, Básar Merino ullarfatnaður og gervifeldur frá Kalda ullarhúfunni. Þær nýttu einnig afgangsefni frá samstarfsverkefni 66°Norður og Rammagerðarinnar sem er ólituð ofin íslensk ull með bómullarundirlagi.

mbl.is