Embættisbústaður biskups Íslands við Bergstaðastræti hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða 487 fm einbýli sem reist var 1928 og stendur á fallegum stað í sunnanverðum Þingholtum í 101 Reykjavík.
Embættisbústaður biskups Íslands við Bergstaðastræti hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða 487 fm einbýli sem reist var 1928 og stendur á fallegum stað í sunnanverðum Þingholtum í 101 Reykjavík.
Embættisbústaður biskups Íslands við Bergstaðastræti hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða 487 fm einbýli sem reist var 1928 og stendur á fallegum stað í sunnanverðum Þingholtum í 101 Reykjavík.
Húsið stendur á 912 fm lóð sem er vel ræktuð. Fasteignamat hússins er 292.050.000 kr. Óskað er eftir tilboði í eignina.
Paul Smith reisti húsið en hann var verkfræðingur sem vegnaði vel í viðskiptum. Árið 1920 stofnaði hann innflutnings- og heildsölufyrirtæki í Reykjavík sem var kennt við hann. Fyrirtækið seldi rafvörur og varð að versluninni Smith og Norland 1956. Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, bjó í húsinu um tíma ásamt fjölskyldu sinni.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið keypti húsið árið 1968 og 1994 eignaðist Kirkjumálasjóður húsið. Frá 2021 hefur það verið í eigu Þjóðkirkjunnar.
Sr. Agnes Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, flutti inn í húsið við Bergstaðastræti þegar hún tók við embætti. Hún bjó sjálf á efri hæðinni en neðri hæðin var notuð fyrir samkomur og veisluhöld. Árið 2020 var hún gestur í Heimilislífi á Smartlandi og fór yfir sögu hússins og lífshlaup sitt.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands, sagði frá því á dögunum að hún myndi ekki flytja inn í húsið og það yrði auglýst til sölu.
„Ég mun búa áfram í Grafarvogi í mínu eigin húsi,“ sagði Guðrún í viðtali við mbl.is. Þar kom fram að í framtíðinni yrðu leigðir salir eða annars konar húsnæði þegar biskup héldi boð og móttökur.