Listin að steikja fisk

Uppskriftir | 8. ágúst 2024

Listin að steikja fisk

Það er fátt í þessum heimi sem eins ljúffengt og vel eldaður steiktur fiskur með soðnum kartöflum og lauksmjöri. Eftir að hafa svamlað í heitum sjó og borðað allt sem fólk í sumarfríi setur inn fyrir sínar varir fékk ég þráhyggju fyrir steiktum fiski. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að steikja tvær pönnur af fiski því það er svo gott að eiga afgang daginn eftir og jafnvel daginn þar á eftir líka. 

Listin að steikja fisk

Uppskriftir | 8. ágúst 2024

Steiktur fiskur er einn af þjóðarréttum landsmanna en hvernig á …
Steiktur fiskur er einn af þjóðarréttum landsmanna en hvernig á eiginlega að steikja hann? Samsett mynd

Það er fátt í þessum heimi sem eins ljúffengt og vel eldaður steiktur fiskur með soðnum kartöflum og lauksmjöri. Eftir að hafa svamlað í heitum sjó og borðað allt sem fólk í sumarfríi setur inn fyrir sínar varir fékk ég þráhyggju fyrir steiktum fiski. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að steikja tvær pönnur af fiski því það er svo gott að eiga afgang daginn eftir og jafnvel daginn þar á eftir líka. 

Það er fátt í þessum heimi sem eins ljúffengt og vel eldaður steiktur fiskur með soðnum kartöflum og lauksmjöri. Eftir að hafa svamlað í heitum sjó og borðað allt sem fólk í sumarfríi setur inn fyrir sínar varir fékk ég þráhyggju fyrir steiktum fiski. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að steikja tvær pönnur af fiski því það er svo gott að eiga afgang daginn eftir og jafnvel daginn þar á eftir líka. 

Steiktur fiskur og steiktur fiskur er þó ekki alltaf það sama. Hvernig er best að steikja fisk til þess að hann verði alveg upp á tíu? Auðvitað er það smekksatriði en mín hugmynd um eldunaraðferðir á steiktum fiski koma frá föðurömmu minni. Ömmu Mörtu steiktur fiskur er eitthvað sem ég myndi velja fyrir síðustu kvöldmáltíðina en þar kemur ekki bara panna við sögu og smjör heldur líka bakaraofn. Komum nánar að því síðar. 

Amma Marta var mikil matkona. Matkona er kannski vægt til orða tekið. Ég veit bara ekki hvaða orð er hægt að nota yfir matkonu í efstastigi. Við nöfnurnar vörðum miklum tíma saman þegar ég var barn og vorum við tvær eiginlega alltaf að spá í því hvað við gætum borðað næst, báðar frekar mikil átvögl.

Það koma margir góðir réttir upp í hugann fyrir utan steiktan fisk. Eins og til dæmis lambahjörtu í brúnni sósu, jarðarberjahlaup með vanillusósu og ananasfrómas. Ég er reyndar svolítið ein að borða lambahjörtun heima hjá mér því fjölskyldumeðlimir mínir tengja lítið við þessa stórkostlegu matarupplifun. Galdurinn við matreiðslu á lambahjörtum er að skera fituna alls ekki af og setja svo smá tómatsósu út í brúnu sósuna til að fá sætt bragð. 

Nóg um það og aftur að fiskinum. 

Þetta var á þeim tíma sem verksmiðjuframleiðsla var komin upp á næsta stig og gáfumenni heimsins sögðu fólki að það mætti alls ekki borða alla þessa fitu og allt þetta smjör. Amma Marta hlustaði að sjálfsögðu ekkert á þetta bull og fúlsaði við megrunarauglýsingunum sem fyllu auglýsingatíma í sjónvarpinu þar sem frægir íslenskir leikarar voru settir í allt of stórar gallabuxur til að sýna hvað megrunin hafði virkað vel. Þjóðin er náttúrlega ennþá að súpa seiðið af þessari auglýsingamennsku. 

Hver er galdurinn?

Áður en þú byrjar að steikja fiskinn skaltu kveikja á bakaraofninum og stilla á 180°. Galdurinn við góðan steiktan fisk er að steikja hann upp úr smjöri og spara það ekki. Best er að byrja á því að skera niður einn eða tvo lauka og mýkja þá vel á pönnunni. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur, alls ekki brenndur, er hann tekinn af pönnunni, og meira smjöri bætt við. Þá er pannan orðin vel heit og fiskurinn eldast því hratt og örugglega.

Best er að taka ýsuflök og skera í hæfileg stykki, píska tvö egg eða svo, velta fiskinum upp úr eggjahrærunni og setja í rasp. 

Það þarf að steikja fisk í fimm til átta mínútur á hvorri hlið, alls ekki lengur. Það skiptir máli að setja meira smjör á pönnuna um leið og fiskinum er snúið við. 

Þegar búið er að steikja fiskinn á báðum hliðum er hann settur í eldfast mót og settur inn í ofn rétt á meðan kartöflurnar eru afhýddar. Þá nær hann einhvern veginn að taka sig og verður alveg sérlega góður. 

Það er hægt að setja laukinn í pott með meira smjöri til að búa til lauksmjör eða setja laukinn út á fiskinn þegar hann er borinn fram. Það er eiginlega smekksatriði. Svo strái ég grófu sjávarsalti út á fiskinn þegar hann er kominn út úr ofninum og pipra. 

Hvað um afganginn? 

Mér finnst alltaf skipta mjög miklu máli að steikja ríkulegt magn af fiski svo hægt sé að borða afganginn daginn eftir. Þá tek ég afganginn af kartöflunum og sker í bita og steiki upp úr smjöri á steypujárnspönnu. Þegar kartöflurnar eru orðnar svolítið stökkar bæti ég fiskinum út í og hita í örlitla stund ásamt afganginum af lauksmjörinu. Þessi útgáfa af steikta fiskinum er alls ekki síðri og er hægt að borða í nokkra daga á meðan birgðir endast. 

Verði ykkur að góðu! 

Fiskurinn verður sérlega góður ef hann er steiktur á steypujárnspönnu.
Fiskurinn verður sérlega góður ef hann er steiktur á steypujárnspönnu. Unsplash/Mushaboom Studio
mbl.is