„Við hittumst á bar, urðum full og fórum í sleik“

Ást | 10. ágúst 2024

„Við hittumst á bar, urðum full og fórum í sleik“

Ástarlíf Íslendinga var í brennidepli hjá breska fjölmiðlinum The Guardian þegar blaðamaðurinn Zoe Willimas var send hingað til lands til að leita svara. Það voru nokkrar spurningar sem brunnu á vörum hennar eins og; hvers vegna fólk færi beint heim saman í stað þess að hittast á kaffihúsi og kynnast í rólegheitunum. Í greininni stiklar hún á stóru til að skilja stefnumótamenninguna sem ríkir í þessu litla, fámenna og frjálslega landi þar sem jafnrétti er mikið ef miðað er við önnur lönd heimsins. 

„Við hittumst á bar, urðum full og fórum í sleik“

Ást | 10. ágúst 2024

Á Íslandi þykir ekkert að því að fólk kynnist á …
Á Íslandi þykir ekkert að því að fólk kynnist á bar, fari heim saman og spái svo í því hvort það vilji eitthvað meira eða ekki. Unsplash/Abstral Official

Ástarlíf Íslendinga var í brennidepli hjá breska fjölmiðlinum The Guardian þegar blaðamaðurinn Zoe Willimas var send hingað til lands til að leita svara. Það voru nokkrar spurningar sem brunnu á vörum hennar eins og; hvers vegna fólk færi beint heim saman í stað þess að hittast á kaffihúsi og kynnast í rólegheitunum. Í greininni stiklar hún á stóru til að skilja stefnumótamenninguna sem ríkir í þessu litla, fámenna og frjálslega landi þar sem jafnrétti er mikið ef miðað er við önnur lönd heimsins. 

Ástarlíf Íslendinga var í brennidepli hjá breska fjölmiðlinum The Guardian þegar blaðamaðurinn Zoe Willimas var send hingað til lands til að leita svara. Það voru nokkrar spurningar sem brunnu á vörum hennar eins og; hvers vegna fólk færi beint heim saman í stað þess að hittast á kaffihúsi og kynnast í rólegheitunum. Í greininni stiklar hún á stóru til að skilja stefnumótamenninguna sem ríkir í þessu litla, fámenna og frjálslega landi þar sem jafnrétti er mikið ef miðað er við önnur lönd heimsins. 

Dýrt að fara á stefnumót

Á bar í Reykjavík talaði hún við Sigga sem er 31 árs gamall smiður. Hann er í sambandi og sagði að stefnumót á veitingastað væru oft og tíðum kostnaðarsöm. Hann sagði að það gæti verið ástæðan fyrir því að fólk biði með þessháttar stefnumót þangað til ljóst væri að fólk væri búið að finna réttu manneskjuna. Siggi sagði blaðamanninum frá því að hans eigið samband hefði hafist á mjög dæmigerðan íslenska hátt. 

„Við hittumst á bar, urðum full og fórum í sleik. Þetta varð síðan mjög skemmtilegt kvöld og við ákváðum að sjá hvort þetta myndi virka,“ segir Siggi. 

Blaðamaðurinn Zoe Williams spurði Íslendinga út í ástarlíf landsmanna.
Blaðamaðurinn Zoe Williams spurði Íslendinga út í ástarlíf landsmanna. Karolina Kaboopics/Pexels

Sundmenningin góð fyrir líkamsímyndina

Næst skellti Williams sér í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Hún upplifði að landsmenn væru meðvitaðri um líkama sinn en aðrar þjóðir og kannski ekki eins spéhræddir þar sem allir baða sig saman fyrir og eftir sundferðir. Hún telur að meiri meðvitund um sinn eigin líkama og minni spéhræðsla gæti haft áhrif á kynhegðun. 

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ung og framsækin þjóð

Fjölmiðlamaðurinn Jón Trausti Sigurðarson varð á vegi Williams í höfuðborginni. Hann sagði við hana að stefnumótamenningin litaðist af því hvað við værum ung þjóð. 

„Það er engin stefnumótamenning í landbúnaðarsamfélagi og borgarmenningin hefur hreinlega ekki verið til nógu lengi til að verða ríkjandi. Það að fara út að borða á veitingastað er í rauninni svo nýtt í menningunni,“ segir Jón.

Hann bætir því við að jafnréttisbarátta kvenna á Íslandi hafi haft mikil áhrif á stefnumótamenninguna og að „hefðbundin kynhlutverk“ hafi breyst mikið eftir kvennaverkfallið árið 1975.

Magnea Krist­ín Fredrik­sen, meðeigandi barsins Kíkí á Laugarvegi, segir að frjálsleg stefnumótamenning á Íslandi snerti líka samkynhneigða. „Það ríkir meira jafnrétti milli kynjanna og við horfum meira til framtíðar í málefnum LGBTQ+ hópa,“ segir hún.

Bassi Maraj.
Bassi Maraj. skjáskot/Instagram

Ástarlífið ekki alltaf auðvelt á Íslandi

Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn, Bassi Maraj, sagði í samtali við Williams að  stefnumótamenning í litlu samfélagi ætti sér líka skuggahliðar. 

„Þú getur fengið mjög hratt slæmt orðspor á þig fyrir eitthvað sem þú sagðir eða gerðir og enginn mun vilja vera með þér,“ segir Bassi.

Síðast talaði Williams við ungt íslenskt par en þau voru sammála að kynlíf væri ekki ekki litið jafnalvarlegum augum á Íslandi miðað við annarstaðar í heiminum. Hinsvegar sögðu þau að þetta gæti verið flókið fyrir þá sem væru að leita sér að alvöru ástarsambandi. Þau sögðu það allt of algengt að fólk forðaðist að taka næsta skref í þá átt að verða par og láta neistann frekar fjara út þrátt fyrir ástríðumiklar einnar nætur skemmtanir. 

The Guardian

mbl.is