„Við höfum einstakt tækifæri til þess að ná niður verðbólgunni en til þess verður líka að auka framboð á húsnæðismarkaði. Það er ekkert eðlilegt við það að laun séu að hækka um 6-8% og verðlag sé að hækka um 5-6%.
„Við höfum einstakt tækifæri til þess að ná niður verðbólgunni en til þess verður líka að auka framboð á húsnæðismarkaði. Það er ekkert eðlilegt við það að laun séu að hækka um 6-8% og verðlag sé að hækka um 5-6%.
„Við höfum einstakt tækifæri til þess að ná niður verðbólgunni en til þess verður líka að auka framboð á húsnæðismarkaði. Það er ekkert eðlilegt við það að laun séu að hækka um 6-8% og verðlag sé að hækka um 5-6%.
Það er miklu nær að verðlag hækki um 2-3% og laun um 3-4% ef við viljum ná stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hún segir kjarasamninga þá sem gerðir voru fyrr á þessu ári hafa verið lykilforsendu þess að ná stöðugleika. Skuldbindingar á fyrirtækin til þess að hækka laun í framtíðinni hafi verið gerðar í þeirri trú að aukin verðmætasköpun stæði undir hærri launum.
Á líðandi stundu eru uppi augljós merki um kólnun í hagkerfinu, segir Sigríður Margrét. Háir vextir hafi áhrif, en einnig telji þættir eins og loðnubrestur, skerðing á orku til stórnotenda og samdráttur í ferðaþjónustunni. Á móti komi aukinn útflutningur lyfja og eldisfisks og meiri veiðiheimildir í botnfiski.
Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.