8 faldar perlur í Frakklandi sem þú mátt ekki missa af

Borgarferðir | 14. ágúst 2024

8 faldar perlur í Frakklandi sem þú mátt ekki missa af

Frakkland hefur notið mikillar athygli á undanförnum vikum, en Ólympíuleikarnir voru haldnir í höfuðborginni, París, nú á dögunum. Auk höfuðborgarinnar kannast flestir við staði eins og Nice, Lyon og Marseille sem eru vinsælustu borgir landsins, en Frakkland hefur upp á margt fleira að bjóða. 

8 faldar perlur í Frakklandi sem þú mátt ekki missa af

Borgarferðir | 14. ágúst 2024

Á listanum finnur þú átta sjarmerandi staði í Frakklandi.
Á listanum finnur þú átta sjarmerandi staði í Frakklandi. Samsett mynd

Frakkland hefur notið mikillar athygli á undanförnum vikum, en Ólympíuleikarnir voru haldnir í höfuðborginni, París, nú á dögunum. Auk höfuðborgarinnar kannast flestir við staði eins og Nice, Lyon og Marseille sem eru vinsælustu borgir landsins, en Frakkland hefur upp á margt fleira að bjóða. 

Frakkland hefur notið mikillar athygli á undanförnum vikum, en Ólympíuleikarnir voru haldnir í höfuðborginni, París, nú á dögunum. Auk höfuðborgarinnar kannast flestir við staði eins og Nice, Lyon og Marseille sem eru vinsælustu borgir landsins, en Frakkland hefur upp á margt fleira að bjóða. 

Á dögunum tók ferðavefur Condé Nast Traveller saman lista yfir fegurstu staðina í Frakklandi, en á listanum leyndust faldar perlur sem færri vita af og munu eflaust rata inn á laupalista (e. bucket list) einhverra lesenda.  

Annecy-vatn

Í Haute-Savoie í Frakklandi er að finna þriðja stærsta vatn Frakklands, Annecy-vatn, sem býr yfir einstakri náttúrufegurð. Mikið af skemmtilegum gönguleiðum eru í nágrenni við vatnið, en á sumrin er vinsælt að sigla um vatnið og þeir djörfustu stinga sér til sunds. 

Svæðið býður upp á ótal möguleika til útivistar.
Svæðið býður upp á ótal möguleika til útivistar. Ljósmynd/Unsplash/Kyle Evans

Cassis

Á hinni eftirsóttu strandlengju sem flestir þekkja sem frönsku rivíeruna er bærinn Cassis. Hann býr yfir miklum töfrum, sjarmerandi byggingum og ljúffengri matarsenu sem hefur heillað ófáa ferðalanga í gegnum árin. 

Cassis hefur heillað ófáa í gegnum árin.
Cassis hefur heillað ófáa í gegnum árin. Ljósmynd/Unsplash/Killian Cartignies

Klettarnir í Étretat

Á Alabaster-strönd Frakklands eru hinir undurfögru klettar í Étretat. Ströndin er vinsæl meðal brimbrettakappa, en flestir sem koma á ströndina eru þó með eitt markmið – að bera klettana frægu augum. 

Ströndin býður upp á magnað sjónarspil.
Ströndin býður upp á magnað sjónarspil. Ljósmynd/Unsplash/Benoît Deschasaux

Camargue

Í suðurhluta Frakklands sunnan við borgina Arles er að finna strandhéraðið Camargue. Sumir lýsa staðnum eins og annarri heimsálfu, en þar er vinsælt að fara í jeppaferðir um óbyggðirnar og kynnast dýralífinu sem einkennist af hvítum hestum, bleikum flamingóum og um 400 mismunandi fuglategundum til viðbótar. 

Hvítir hestar ganga lausir um svæðið.
Hvítir hestar ganga lausir um svæðið. Ljósmynd/Unsplash/Getty

Versalahöll

Í Versölum í Frakklandi stendur hinn goðsagnakenndi kastali Versalahöll frá 18. öld. Kastalinn býr yfir miklum lúxus og þar má sjá einstaka list, arkitektúr, innanhússhönnun og landmótun. 

Kastalinn býður upp á ótal margt.
Kastalinn býður upp á ótal margt. Ljósmynd/Unsplash/Xavier Photography

Biarritz

Í suðvesturhluta Frakklands stendur borgin Biarritz sem er í sérstöku uppáhaldi sem sumarleyfisstaður meðal kóngafólks og fræga fólksins. Þar finnur þú himneskar strendur, lúxushótel og veitingastaði sem kitla bragðlaukana. 

Biarritz er í sérstöku uppáhaldi hjá kóngafólkinu og fræga fólkinu.
Biarritz er í sérstöku uppáhaldi hjá kóngafólkinu og fræga fólkinu. Ljósmynd/Unsplash/Mathilde Langevin

Menton

Menton er sveitafélag á frönsku rivíerunni nálægt ítölsku landamærunum sem er þekkt fyrir mikla veðursæld, en þar eru að meðaltali yfir 316 sólskinsdagar á ári. Svæðið ætti því að falla vel í kramið hjá sólþyrstum Íslendingum. 

Í Menton eru sjarmerandi byggingar í forgrunni.
Í Menton eru sjarmerandi byggingar í forgrunni. Ljósmynd/Unsplash/Olivie Strauss

Mont Blanc

Margir kannast við fjallið Mont Blanc sem stendur á landamærum Frakklands og Ítalíu. Fjallið er gríðarhátt, en það er 4.805 metrar á hæð og er hæsta fjall Alpanna og sömuleiðis hæsta fjall í Vestur-Evrópu. 

Fjallið er gríðarhátt en býr yfir mikilli fegurð.
Fjallið er gríðarhátt en býr yfir mikilli fegurð. Ljósmynd/Unsplash/Giacomo Berardi
mbl.is