Erfitt að verja 9,25% stýrivexti í þessu árferði

Vextir á Íslandi | 15. ágúst 2024

Erfitt að verja 9,25% stýrivexti í þessu árferði

„Ég sé ekki annað heldur en að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni byrja eitthvað vaxtalækkunarferli núna,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ spurður hvað hann telji að nefndin geri á næsta fundi.

Erfitt að verja 9,25% stýrivexti í þessu árferði

Vextir á Íslandi | 15. ágúst 2024

Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ vonar að vaxtalækkunarferlið byrji bráðum.
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ vonar að vaxtalækkunarferlið byrji bráðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég sé ekki annað heldur en að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni byrja eitthvað vaxtalækkunarferli núna,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ spurður hvað hann telji að nefndin geri á næsta fundi.

„Ég sé ekki annað heldur en að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni byrja eitthvað vaxtalækkunarferli núna,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ spurður hvað hann telji að nefndin geri á næsta fundi.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fundar í næstu viku og tekur þá ákvörðun um hvort stýrivextir haldist óbreyttir eða ekki. Vextirnir hafa staðið í 9,25% frá því í ágúst á síðasta ári.

Tólf mánaða verðbólga mældist í síðasta mánuði 6,3% og jókst um 0,46 pró­sentu­stig frá fyrri mánuði.

Undirliggjandi verðbólga sé að lækka

„Verðbólga án húsnæðis hefur verið að lækka þó svo að það hafi komið einn mánuður með hækkun sem að hittist bara þannig á að þeir hlutir í matarkörfunni sem vega hvað þyngst voru að hækka eins og kjötið og annað þess háttar,“ segir Finnbjörn og bætir við:

„Undirliggjandi verðbólga er að lækka og er komin undir 4%. Það að halda stýrivöxtum í 9,25% í svoleiðis árferði er held ég erfitt að verja fyrir Seðlabankann.“

Finnbjörn segist vona eftir því að peningastefnunefndin fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. Það sé að hægja á uppbyggingu húsnæðis vegna vaxtastefnunnar.

Skekkja milli framboðs og eftirspurnar

„Á einhverjum tímapunkti verður að rjúfa þennan vítahring sem er á milli hækkunar íbúðarverðs og vaxta. Ég held að tímapunkturinn sé núna að gera það.“

Finnbjörn segir að 50% af hækkun vísitölunnar sé tilkomin vegna húsnæðis.

„Það er vegna þess að það er skekkja milli eftirspurnar og framboðs. Þetta er ákveðinn vítahringur sem verður að fara slíta. Ég sé ekki annað en að Seðlabankinn verði að fara vinna í því,“ segir Finnbjörn að lokum.

Hagfræðideild Landsbankans gaf fyrr í dag út Hagsjá og spáði að peningastefnunefndin myndi ekki taka ákvörðun um að lækka vexti á næsta fundi. 

Þá telji deildin að ástæðan fyrir því sé vegna þess hversu hægt verðbólgan er að hjaðna. 

mbl.is