FVH heldur fund um mögulegt árs afmæli 9,25% stýrivaxta

Vextir á Íslandi | 16. ágúst 2024

FVH heldur fund um mögulegt árs afmæli 9,25% stýrivaxta

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) mun standa fyrir hádegisfundi á miðvikudag í næstu viku, 21. ágúst nk. þar sem rætt verður um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem verður birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn.

FVH heldur fund um mögulegt árs afmæli 9,25% stýrivaxta

Vextir á Íslandi | 16. ágúst 2024

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri, Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu og Þór­ar­inn G. …
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri, Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræðing­ur Seðlabankans, á fundi peningastefnunefndarinnar í ágúst í fyrra þegar stýrivextir voru hækkaðir í 9,25%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) mun standa fyrir hádegisfundi á miðvikudag í næstu viku, 21. ágúst nk. þar sem rætt verður um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem verður birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn.

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) mun standa fyrir hádegisfundi á miðvikudag í næstu viku, 21. ágúst nk. þar sem rætt verður um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem verður birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn.

Stýrivextir hafa frá því í ágúst í fyrra verið 9,25%, þannig að ef þeir verða óbreyttir eftir ákvörðun nefndarinnar í næstu viku verður liðið eitt ár með svo háa vexti. Eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag gera bæði Greining Íslandsbanka og Hagsjá Landsbankans ráð fyrir óbreyttum vöxtum.

Í tilkynningu frá FVH kemur fram að á fundinum, sem haldinn verður í samstarfi við Þjóðmál, verði því velt upp hvort að háir stýrivextir hafi raunverulega skilað þeim árangri sem þeim var ætlað og hver áhrif þeirra hafi verið á hagkerfið og þá sérstaklega fasteignamarkaðinn. Þá verður gerð tilraun til að spá í framtíðina, hvort stjórnvöld geti haft áhrif á fasteignamarkaðinn án þess að ýta undir verðbólgu, hvort vænta megi lækkunar vaxta í bráð og undir hvaða kringumstæðum hægt verður að lækka aftur stýrivexti hér á landi.

Gestir fundarins eru þau Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion Banka, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og  Gylfi Gíslason, forstjóri og annar eigandi Jáverks. Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og stjórnandi Þjóðamála, mun stýra umræðum.

Fundurinn verður haldinn í sal Arion banka í Borgartúni og hefst klukkan 12:00. Hægt er að skrá sig á fundinn HÉR.

mbl.is