„Það er ekkert sem toppar Þórsmörk í góðu veðri“

Fjallganga | 17. ágúst 2024

„Það er ekkert sem toppar Þórsmörk í góðu veðri“

Helga María Heiðarsdóttir, jöklafræðingur, leiðsögukona og þjálfari, er mikill útivistar- og ævintýrakona og veit fátt skemmtilegra en að ferðast og hreyfa sig.

„Það er ekkert sem toppar Þórsmörk í góðu veðri“

Fjallganga | 17. ágúst 2024

Helga María Heiðarsdóttir, oft kölluð Helga Fjalló, starfar sem framkvæmdastjóri …
Helga María Heiðarsdóttir, oft kölluð Helga Fjalló, starfar sem framkvæmdastjóri Útihreyfingar ásamt því að leiðseigja í ferðum og þjálfa fólk í ýmis konar hreyfingu og útivist. Samsett mynd

Helga María Heiðarsdóttir, jöklafræðingur, leiðsögukona og þjálfari, er mikill útivistar- og ævintýrakona og veit fátt skemmtilegra en að ferðast og hreyfa sig.

Helga María Heiðarsdóttir, jöklafræðingur, leiðsögukona og þjálfari, er mikill útivistar- og ævintýrakona og veit fátt skemmtilegra en að ferðast og hreyfa sig.

Sem barn ferðaðist hún mikið um landið með fjölskyldunni, en það var þó ekki fyrr en hún kynntist fjallgöngum sem hún fékk algjöra útivistardellu og hefur síðan þá ferðast víðsvegar bæði hérlendis og erlendis. 

Helga stundar fjölbreytta útivist, allt frá því að ganga og hjóla á fjöll yfir í hlaup, klifur og skíði. Í vor fór Helga til að mynda í mikla útivistar- og ævintýraferð þar sem hún þveraði Vatnajökul á sjö dögum á skíðum. Í heildina var ferðin 128 kílómetrar og hækkunin 1.600 metrar.

Helga hefur verið dugleg að ferðast, bæði hérlendis og erlendis.
Helga hefur verið dugleg að ferðast, bæði hérlendis og erlendis.

Það er því óhætt að segja að Helga búi yfir heilmiklum fróðleik um ferðalög og útivist, en hér deilir hún sínum uppáhaldsstöðum með lesendum ferðavefs mbl.is.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi á sumrin?

„Það er ekkert sem toppar Þórsmörk í góðu veðri.“

Þórsmörk er í miklu uppáhaldi hjá Helgu.
Þórsmörk er í miklu uppáhaldi hjá Helgu.

Hverskonar útilegutýpa ert þú?

„Tjald! Það er bara eitthvað svo dásamlegt við það að sofa í tjaldi og lifa þessu einfalda tjaldlífi. En svo finnst mér líka mjög afslappandi að vera í sumarbústað en ég nota þá meira á veturna.“

Á sumrin er Helga dugleg að fara í útilegur og …
Á sumrin er Helga dugleg að fara í útilegur og fílar að gista í tjaldi.

Hvað tekur þú alltaf með í ferðalagið?

„Hlaupaskó og hlýja úlpu - við búum jú á Íslandi.“

Helga pakkar alltaf hlaupaskóm og hlýrri úlpu með sér í …
Helga pakkar alltaf hlaupaskóm og hlýrri úlpu með sér í ferðalög.

Uppáhaldsgönguleið á Íslandi?

„Þjórsárver þar sem þarf að vaða hverja jökulána á fætur annarri. Hofsjökull á hægri hönd og eyrarrósin á þeirri vinstri.“

Helga hefur líka verið dugleg að stunda hlaup.
Helga hefur líka verið dugleg að stunda hlaup.

Uppáhaldshlaupaleið á Íslandi?

„Það eru svo margar skemmtilegar hlaupaleiðir á Íslandi og margar þeirra bjóða upp á keppnishlaup í dag.

Ein leið sem mér finnst mjög skemmtileg, og er lítið farin, er frekar tæknileg leið sem liggur á milli jökullóna fyrir austan. Leiðin byrjar hjá Fjallsárlóni og endar hjá Jökulsárlóni. Útsýnið er stórkostlegt og orkan í jöklunum líka.“

Ísland býr yfir ómældri fegurð.
Ísland býr yfir ómældri fegurð.

Uppáhaldshjólaleið á Íslandi?

„Það eru margar flottar hjólaleiðir í Þórsmörk, til dæmis Rjúpan. Einnig finnst mér hjólaleiðin í Úlfarsfelli (FransAndrinn) mjög skemmtileg og ég fæ aldrei leið á því að hjóla hana.“

Það eru margar skemmtilegar hjólaleiðir á landinu.
Það eru margar skemmtilegar hjólaleiðir á landinu.

Uppáhaldsstaður á hálendi Íslands?

„Nú er úr vöndu að ráða þar sem það eru svo margir fallegir staðir á hálendi Íslands! En ef ég þyrfti að velja þrjá þá væru það Herðubreiðarlindir, Askja og Þjórsárver.“

Helga á erfitt með að velja einn uppáhaldsstað á hálendi …
Helga á erfitt með að velja einn uppáhaldsstað á hálendi Íslands.

Hvar er besta sundlaugin og náttúrulaugin á landinu?

„Besta sundlaugin er Árbæjarlaug og besta náttúrulaugin er í Reykjarfirði á Ströndum.“

Hvaða hátíð eða útihátíð finnst þér skemmtilegust?

„Það er alltaf gaman á Jónsmessu í Þórsmörk.“

Það er góð stemning á Jónsmessu í Þórsmörk.
Það er góð stemning á Jónsmessu í Þórsmörk.

Hvaða staði mælir þú með að fólk heimsæki í sumar eða haust?

„Að fólk komi með mér Öskjuveginn í sumar, en við hjá Útihreyfingunni erum að bjóða upp á snargönguferð um þetta stórbrotna og lítt farna svæði á norðanverðu hálendi Íslands. Snarganga er orð sem við notum yfir ferðir þar sem við göngum hratt yfir með tiltölulega létta bakpoka.“

Helga er oft með skemmtilegar og ævintýralegar ferðir í gangi …
Helga er oft með skemmtilegar og ævintýralegar ferðir í gangi sem fólk getur skráð sig í.
mbl.is