Útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, og kærasti hans, Sigmar Ingi Sigurgeirsson, eru að kveðja sumarið á góðan hátt á Tenerife. Svo góðan að þeir eru farnir að klæða sig eins.
Útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, og kærasti hans, Sigmar Ingi Sigurgeirsson, eru að kveðja sumarið á góðan hátt á Tenerife. Svo góðan að þeir eru farnir að klæða sig eins.
Útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, og kærasti hans, Sigmar Ingi Sigurgeirsson, eru að kveðja sumarið á góðan hátt á Tenerife. Svo góðan að þeir eru farnir að klæða sig eins.
„Sumar to-do listinn. Paramynd við gosbrunninn á Tenerife í samstæðum fötum,“ skrifar Siggi við myndina af þeim á Instagram. Þeir eru klæddir í skærgulan stuttermabol og stuttbuxur í sama andarungamynstrinu og brosa sínu breiðasta.
Fyrir áhugasama þá fást þessi andarungaföt meðal annars á Amazon og í amerísku stórversluninni Walmart. Á Amazon fylgir meira að segja hattur með í stíl. Skyrta, stuttbuxur og hattur í gulu andarunga-mynstri kosta um 6.300 krónur.
Á Amazon má svo finna góðar leiðbeiningar svo fólk finni örugglega réttu stærðina en það er áhyggjuefni margra sem panta á netinu.
Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem parið er í stíl í sólinni. Í fyrra deildu þeir mynd á Instagram þar sem þeir klæðast eins skyrtu og stuttbuxum þar sem þeir standa við sjóinn.
Þau föt fást einnig mjög svipuð á Amazon á rúmlega 4.500 krónur og eru fjöldamörg mynstur í boði.