Eigandi Svens mælir alls ekki með nikótíni

Dagmál | 22. ágúst 2024

Eigandi Svens mælir alls ekki með nikótíni

„Ég mæli ekki, og hef aldrei gert, að mæla við nokkurn mann að taka nikótín,“ segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn af eigendum Svens. „Af því að það er mjög ávanabindandi og algjörlega ekki gott fyrir heilsuna þína.“

Eigandi Svens mælir alls ekki með nikótíni

Dagmál | 22. ágúst 2024

„Ég mæli ekki, og hef aldrei gert, að mæla við nokkurn mann að taka nikótín,“ segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn af eigendum Svens. „Af því að það er mjög ávanabindandi og algjörlega ekki gott fyrir heilsuna þína.“

„Ég mæli ekki, og hef aldrei gert, að mæla við nokkurn mann að taka nikótín,“ segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn af eigendum Svens. „Af því að það er mjög ávanabindandi og algjörlega ekki gott fyrir heilsuna þína.“

Kristján ræðir við mbl.is í nýjum þætti Dagmála en hann telur að auka þurfi fræðslu og forvarnir er varða nikótínneyslu ungs fólks. Hann segir staðreyndir vanta inn í umræðuna um níkótínpúða. 

Um 35-40% Íslendinga á aldrinum 19-24 ára tekur í vörina á hverjum degi, samkvæmt könnunum Prósents. Svens hefur sætt gagnrýni fyrir að höfða til ungs fólks en Kristján segir það alls ekki rétt.

Spurning um magn?

Kristján bendir reyndar einnig á að koffín, sykur og áfengi séu heldur ekki góð fyrir heilsu. „En þá erum við komin í smá umræðu um magn,“ bætir hann við og dregur síðan fram pökk af lakkrísnikótínpúðum til sýnis.

„Í þessum púða er hreint nikótín og efni sem bara er í matvörum,“ segir hann á meðan hann heldur á púða milli þumals og vísifingurs. Nikótínpúðar innihalda oft bragðefni, sætuefni og ýmis fylliefni sem finnast einnig í nikótínlausu tyggigúmmíi.

Kristján tekur vissulega fram að það sé meira nikótín í púðunum heldur en í nikótíntyggjói, svo dæmi sé tekið.

Það séu um 11 mg í sterkari púðum, en 2-4 mg í tyggjói. Þá segir Kristján aftur á móti að rannsóknir bendi til þess að nikótínupptaka sé aðeins bilinu 10-30%, og fyrir vikið innbyrði líkaminn svipað magn af nikótíni í púðum og í nikótíntyggjói.

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is