Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabanka Íslands og bendir á að það séu ekki Eflingarfélagar eða aðrir tekjulægstu og eignaminnstu hópar samfélagsins sem kynda verðbólgubálið.
Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabanka Íslands og bendir á að það séu ekki Eflingarfélagar eða aðrir tekjulægstu og eignaminnstu hópar samfélagsins sem kynda verðbólgubálið.
Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabanka Íslands og bendir á að það séu ekki Eflingarfélagar eða aðrir tekjulægstu og eignaminnstu hópar samfélagsins sem kynda verðbólgubálið.
Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi í gær.
„Einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu leggjast með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Ef núverandi verðbólga er vegna of mikillar neyslueftirspurnar, eins og Seðlabankinn gengur út frá, þá eru það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem bera ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri eru,“ segir í ályktun stjórnar Eflingar.
Fram kemur í ályktunni að ófremdarástand ríki í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla séu mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu.
„Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum,“ segir ennfremur í ályktun stjórnar Eflingar.
Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar.