„Alls ekki beint gagnvart börnum eða unglingum“

Dagmál | 24. ágúst 2024

„Alls ekki beint gagnvart börnum eða unglingum“

Einn af eigendum Svens segir að auglýsingar verslunarinnar eigi ekki að höfða til ungs fólks. Og ef svo væri, væri það greinilega ekki að virka enda bendi kannanir til þess að neysla ungs fólks á nikótínpúðum hafi ekki aukist á allrasíðustu árum.

„Alls ekki beint gagnvart börnum eða unglingum“

Dagmál | 24. ágúst 2024

Einn af eigendum Svens segir að auglýsingar verslunarinnar eigi ekki að höfða til ungs fólks. Og ef svo væri, væri það greinilega ekki að virka enda bendi kannanir til þess að neysla ungs fólks á nikótínpúðum hafi ekki aukist á allrasíðustu árum.

Einn af eigendum Svens segir að auglýsingar verslunarinnar eigi ekki að höfða til ungs fólks. Og ef svo væri, væri það greinilega ekki að virka enda bendi kannanir til þess að neysla ungs fólks á nikótínpúðum hafi ekki aukist á allrasíðustu árum.

Kristján Ragnar Kristjánsson, eða Kristján Ra. eins og hann er kallaður, er einn af þremur eigendum Svens. Heit umræða hefur á spunnist á síðustu misserum um neyslu barna og ungmenna á nikótínpúðum og er verslunarkeðjan oft nefnd í því samhengi.

Lukkudýr Svens er nefnilega teiknimyndafígúra að sama nafni sem á að tákna dæmigerðan Svía. En auglýsingarnar hafa verið gagnrýndar fyrir að höfða til ungs fólks, jafnvel barna.

Um 35-40% fólks á aldrinum 19-24 ára tekur nikótínpúða í …
Um 35-40% fólks á aldrinum 19-24 ára tekur nikótínpúða í vör daglega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

35-40% fólks á aldrinum 19-24 ára tekur í vörina

[Sven] minnir smá á Klóa Kókómjólk. Eða Gotta, sem borðar ost. Eruð þið ekki að höfða til yngri hópa með þessum auglýsingum?

„Það hefur komið á óvart að einhver sterótýpískur hallærislegur Svíi að gera kjötbollur heima hjá sér eða setja saman Ikea-húsgögn, með peysuna á öxlunum og eitthvað svoleiðis, að það sé í alvöru pælt í að það sé gagnvart börnum,“ svarar Kristján í nýjasta þætti Dagmála.

Um 35-40% fólks á aldrinum 19-24 ára tekur nikótínpúða í vör daglega, samkvæmt könnunum sem Prósent gerði fyrir Svens. Hlutfallið hefur lítið breyst frá upphafi mælinga í lok árs 2022. Þetta staðfestir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við mbl.is.

Kristján heldur áfram: „Ef það væri takmarkið [að höfða til barna] höfum við ekki bara kolfallið á því, þar sem nikótínpúðanotkun milli átján til tuttugu og fjögurra ára yfir fjögur ár er frekar á niðurleið heldur en uppleið.“

Með „niðurleið“ á Kristján við um að hlutfall ungs fólks sem taka í vörina daglega virðist hafa lækkað örlítið á síðasta ári en munurinn er ekki marktækur að sögn Prósents.

„Hver í viðskiptum fer að markaðssetja gagnvart einhverjum sem þú ætlar alls ekki að selja?“

Aukningin í eldri hópunum

Aftur á móti mátti sýnir könnunin mikla aukningu í rafrettunotkun hjá yngsta aldurshópnum frá árunum 2020-2022.

Hann tekur reyndar eitt fram: „Það að það séu börn, krakkar og unglingar undir átján ára að taka í vöruna, það er ekki gott.“

Þess vegna þurfi að ráðast í forvarna- og fræðsluátak.

Í spilaranum hér að neðan fer Kristján nánar út í téðar kannanir.

Alls ekki beint að börnum

„Við verðum samt að horfa á tölurnar,“ segir hann.

„Þetta var alls ekki beint gagnvart börnum eða unglingum. Bara aldrei,“ segir Kristján enn fremur um auglýsingarnar.

Svens opnaði fyrst árið 2020, þá við Dalveg í Kópavogi, en hefur verslunin á undanförnum árum stækkað gríðarlega við sig. Nú stendur til að opna verslun í Grímsbæ og Kristján útilokar það ekki að fleiri verslanir verði opnaðar einhvern tímann seinna.

Hann segir umræðuna um nikótínpúða og Svens að mörgu leyti ekki byggða á staðreyndum.

Í nýjasta þætti Dagmála er farið um víðan völl; rætt er m.a. um neikvæð viðbrögð foreldra við Svens-versluninni í Grímsbæ og þörfina á forvörnum og fræðslu um nikótínneyslu.

Hann tekur einnig fram í viðtalinu að Svens hafi ekki auglýst í hálft ár en viðtalið í heild sinni er aðgengilegt áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is