5 borgir í Sviss sem þú mátt ekki missa af

Borgarferðir | 25. ágúst 2024

5 borgir í Sviss sem þú mátt ekki missa af

Í Sviss finnur þú einstakt landslag og fjöldann allan af fimm stjörnu vötnum og fjöllum, því er engin furða að útivistar- og náttúruunnendur verði heillaðir af landinu. Sviss hefur þó upp á fleira að bjóða, en þar eru ótal spennandi borgir og bæir sem búa yfir merkri sögu, arkitektúr og matarmenningu. 

5 borgir í Sviss sem þú mátt ekki missa af

Borgarferðir | 25. ágúst 2024

Á listanum eru fimm spennandi borgir í Sviss.
Á listanum eru fimm spennandi borgir í Sviss. Samsett mynd

Í Sviss finnur þú einstakt landslag og fjöldann allan af fimm stjörnu vötnum og fjöllum, því er engin furða að útivistar- og náttúruunnendur verði heillaðir af landinu. Sviss hefur þó upp á fleira að bjóða, en þar eru ótal spennandi borgir og bæir sem búa yfir merkri sögu, arkitektúr og matarmenningu. 

Í Sviss finnur þú einstakt landslag og fjöldann allan af fimm stjörnu vötnum og fjöllum, því er engin furða að útivistar- og náttúruunnendur verði heillaðir af landinu. Sviss hefur þó upp á fleira að bjóða, en þar eru ótal spennandi borgir og bæir sem búa yfir merkri sögu, arkitektúr og matarmenningu. 

Ferðasérfræðingarnir hjá Condé Nast Traveller tóku saman lista yfir bestu borgirnar til að heimsækja í Sviss, þar á meðal eru þessar fimm borgir og hefur hver og ein sinn sjarma. 

Bern

Það er erfitt að falla ekki fyrir höfuðborg Sviss, Bern, sem er jafnframt fjórða stærsta borg landsins. Bern er sannkölluð sögu- og arkitektúrsperla, en miðborgin hefur haldið upprunalegu formi sínu og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1983. 

Bern er ekki lengi að heilla ferðalanga upp úr skónum.
Bern er ekki lengi að heilla ferðalanga upp úr skónum. Ljósmynd/Unsplash/Fabian Schneider

Luzern

Borgin Luzern er heldur minni í stærð en höfuðborgin, en hún er þó ekkert minna sjarmerandi. Borgin stendur við hið fagra Luzern-vatn með ótrúlega fjallasýn í bakgrunni – sjónarspilið er hreint út sagt stórkostlegt!

Útsýnið frá borginni er engu líkt.
Útsýnið frá borginni er engu líkt. Ljósmynd/Unsplash/Anatol Rurac

Zürich

Stærsta borg Sviss, Zürich, ætti að falla vel í kramið hjá þeim sem vilja upplifa listir, matarmenningu, tísku og sögu beint í æð. Þar er nóg af spennandi söfnum og ljúffengum veitingastöðum, en þar þykir tísku- og hönnunarunnendum líka gott að versla – jafnvel þó það sé kannski ekki hagstæðast fyrir peningaveskið!

Zürich hefur upp á margt spennandi að bjóða.
Zürich hefur upp á margt spennandi að bjóða. Ljósmynd/Pexels/Mehmet Turgut Kirkgoz

Lausanne

Við Genfarvatn, um 50 km norðausturt af Genf, er borgin Lausanne sem býður upp á spennandi menningarupplifun fyrir fólk á öllum aldri. Auk þess eru Lavaux-vínekrurnar nálægt borginni, en þær eru á heimsminjaskrá UNESCO og tilvalinn staður fyrir rölt og vínsmökkun.

Lausanne stendur við Genfarvatn.
Lausanne stendur við Genfarvatn. Ljósmynd/Unsplash/Ruben Vermeulen

Vevey

Rétt hjá Lausanne finnur þú minni bæ, Vevey, sem er falin perla í Sviss, en þar eru að jafnaði færri túristar en í stærri borgunum. Frá bænum er guðdómlegt útsýni yfir frönsku Alpana, en á sumrin er tilvalið að nýta sólbaðs- og sundsvæði bæjarins.

Hver væri ekki til í að eyða góðum sólardegi við …
Hver væri ekki til í að eyða góðum sólardegi við vatnið í Vevey? Ljósmynd/Unsplash/Louise Pipet
mbl.is