Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter kyssir leikkonuna Jennu Ortega ástríðufullum kossi í nýjasta myndbandi sínu við lagið Taste.
Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter kyssir leikkonuna Jennu Ortega ástríðufullum kossi í nýjasta myndbandi sínu við lagið Taste.
Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter kyssir leikkonuna Jennu Ortega ástríðufullum kossi í nýjasta myndbandi sínu við lagið Taste.
Myndbandið, sem minnir einna helst á kvikmyndina Death Becomes Her frá árinu 1992, hefur vakið mikla athygli síðustu daga og þá sérstaklega vegna mikillar notkunar gerviblóðs. Í byrjun myndbandsins er varað við grófu myndefni.
Í myndbandinu reynir Carpenter að ná fram hefndum gegn nýrri ástkonu fyrrverandi kærasta síns, en sú er leikin af Ortega sem flestir þekkja úr þáttaröðinni Wednesday. Blóðug atburðarrásin snýst hins vegar algjörlega við og í lok myndbandsins fallast konurnar í faðmlög.
Lagið Taste er að finna á plötunni Short n' Sweet sem kom út í síðustu viku. Carpenter hefur algjörlega slegið í gegn á síðustu mánuðum með slögurum á borð við Please, Please, Please og Espresso.