Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún harmar ummæli seðlabankastjóra á síðasta kynningarfundi bankans um óbreytta stýrivexti.
Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún harmar ummæli seðlabankastjóra á síðasta kynningarfundi bankans um óbreytta stýrivexti.
Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún harmar ummæli seðlabankastjóra á síðasta kynningarfundi bankans um óbreytta stýrivexti.
„Ummæli seðlabankastjóra: „Allir komnir að smíða sem geta haldið á hamri“, eru taktlaus og röng. Það eru fyrst og fremst háir stýrivextir og viðvarandi lóðaskortur sem hefta íbúðauppbyggingu um þessar mundir,“ segir í ályktuninni þar sem bent er á nýlega greiningu Samtaka iðnaðarins meðal verktaka sem sinna íbúðauppbyggingu.
Fram kemur í ályktuninni að öllum sem starfi í byggingariðnaði sé ljóst að háir stýrivextir séu að draga úr nauðsynlegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Hefja þurfi strax aukna uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Skortur á því hafi komið fram í hraðri hækkun íbúða- og leiguverðs, mikilli og þrálátri verðbólgu og háum stýrivöxtum sem bitni á öllum landsmönnum.
„Seðlabankastjóri getur ekki firrt sig ábyrgð á þeim framboðsvanda sem er til staðar á íbúðamarkaði en sá vandi er að stórum hluta tilkominn vegna hárra stýrivaxta. Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði lýsir yfir fullum vilja og getu félagsmanna sinna til að taka þátt í aukinni uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Til þess þarf þó aukið framboð lóða hjá sveitarfélögum og lækkun stýrivaxta,“ segir í ályktuninni.