Félagarnir George Clooney og Brad Pitt prýða forsíðu á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins GQ eða Gentleman’s Quarterly. Stjörnuleikararnir fara með aðalhlutverk í spennumyndinni Wolfs sem er væntanleg í kvikmyndahús í september.
Félagarnir George Clooney og Brad Pitt prýða forsíðu á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins GQ eða Gentleman’s Quarterly. Stjörnuleikararnir fara með aðalhlutverk í spennumyndinni Wolfs sem er væntanleg í kvikmyndahús í september.
Félagarnir George Clooney og Brad Pitt prýða forsíðu á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins GQ eða Gentleman’s Quarterly. Stjörnuleikararnir fara með aðalhlutverk í spennumyndinni Wolfs sem er væntanleg í kvikmyndahús í september.
Í blaðinu er að finna glæsilegan myndaþátt og ítarlegt viðtal við leikarana sem kafa ofan í saumana á farsælum leikferlum sínum og áralangri vináttu. Leikararnir hafa margsinnis sameinast á hvíta tjaldinu í gegnum árin en þeir léku meðal annars í Ocean’s-trílógíunni og Burn After Reading.
Clooney, 63 ára, og Pitt, 60 ára, voru ljósmyndaðir í Suður-Frakklandi, nálægt vínekru Pitt og fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Angelinu Jolie, Chateau Miraval. Norski tískuljósmyndarinn Sølve Sundsbø á heiðurinn af myndaþættinum sem sýnir félagana meðal annars njóta morgunbollans í rúminu, í jakkafötum og með sólgleraugu ofan í stöðuvatni og að rúnta um á mótorhjóli.
Pitt deildi myndunum á Instagram-síðu sinni nú á dögunum og af athugasemdum að dæma þá slógu þær heldur betur í gegn hjá fylgjendum leikarans.