Frammistaða Keaton fékk áhorfendur til að rísa úr sætum

Poppkúltúr | 29. ágúst 2024

Frammistaða Keaton fékk áhorfendur til að rísa úr sætum

Kvikmyndin Beetlejuice Beetlejuice úr smiðju bandaríska leikstjórans Tim Burton var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á miðvikudagskvöldið. Um er að ræða framhald af hinni sívinsælu Beetlejuice frá árinu 1988. 

Frammistaða Keaton fékk áhorfendur til að rísa úr sætum

Poppkúltúr | 29. ágúst 2024

Michael Keaton er sagður sýna meistaratakta.
Michael Keaton er sagður sýna meistaratakta. Ljósmynd/AFP

Kvikmyndin Beetlejuice Beetlejuice úr smiðju bandaríska leikstjórans Tim Burton var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á miðvikudagskvöldið. Um er að ræða framhald af hinni sívinsælu Beetlejuice frá árinu 1988. 

Kvikmyndin Beetlejuice Beetlejuice úr smiðju bandaríska leikstjórans Tim Burton var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á miðvikudagskvöldið. Um er að ræða framhald af hinni sívinsælu Beetlejuice frá árinu 1988. 

Kvikmyndin hlaut frábærar viðtökur viðstaddra og í lok sýningar risu áhorfendur úr sætum sínum og uppskáru aðstandendur kvikmyndarinnar dynjandi lófatak sem entist í um og yfir fjórar mínútur. 

Michael Keaton bregður sér aftur í hlutverk draugsins í röndóttu jakkafötunum og að sögn gagnrýnenda hefur stórleikarinn engu gleymt. Keaton þykir fara á kostum í hlutverki Beetlejuice öllum þessum árum seinna. 

Með önnur hlutverk fara þau Monica Bellucci, Winona Ryder, Catherine O'Hara, Willem DaFoe, Justin Theroux og Jenna Ortega. 

Monica Bellucci ásamt Tim Burton á rauða dreglinum.
Monica Bellucci ásamt Tim Burton á rauða dreglinum. AFP
Jenna Ortega var stórglæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar.
Jenna Ortega var stórglæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar. AFP
Leikarahópurinn.
Leikarahópurinn. AFP
Winona Ryder lét sig ekki vanta.
Winona Ryder lét sig ekki vanta. AFP
Willem Dafoe brosti út að eyrum á rauða dreglinum.
Willem Dafoe brosti út að eyrum á rauða dreglinum. AFP
mbl.is