Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður efnahagssviðs, segir að ef verðbólga haldi áfram að hjaðna sé sannarlega tilefni til að velta fyrir sér hvort vaxtastig sé of hátt.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður efnahagssviðs, segir að ef verðbólga haldi áfram að hjaðna sé sannarlega tilefni til að velta fyrir sér hvort vaxtastig sé of hátt.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður efnahagssviðs, segir að ef verðbólga haldi áfram að hjaðna sé sannarlega tilefni til að velta fyrir sér hvort vaxtastig sé of hátt.
„Það er vissulega jákvætt að ársverðbólgan hafi minnkað frá júlímælingunni. Það sem er ef til vill sérstaklega áhugavert núna er að verðbólgan án húsnæðisliðarins er komin inn fyrir vikmörk seðlabankans,“ segir Anna Hrefna spurð hvernig ný verðbólgumæling blasi við henni.
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og lækkar hún um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,3%.
Þá lækkaði matvöruverð um 0,5% á meðan húsaleiga hækkaði um 0,9 prósent.
„Við sjáum að eins og verið hefur er það er húsnæðisliðurinn sem er að drífa þessa verðbólgu áfram og það er áhugavert að þetta háa vaxtarstig hafi ekki náð að draga meira úr eftirspurninni þar,“ segir Anna Hrefna og bætir við:
„Á sama tíma erum við að sjá neikvæð áhrif á vaxtastigið á framboðshliðinni þannig við höfum áhyggjur af því. Ég held að það sé orðið alveg ljóst að það stefnir á mikinn framboðsskort á húsnæðismarkaði.“
Í viðtali við mbl.is í morgun talaði forseti ASÍ um að ástæða þess að hægst hefur á húsnæðisuppbyggingu sé hátt vaxtarstig.
Anna er sammála að vextirnir spili inn í vandann en talar sömuleiðis um skort á lóðum.
„Þetta er ein af helstu skýringunum sem við heyrum frá uppbyggingaraðilum en þeir hafa líka ítrekað talað um takmarkað lóðaframboð.
Við þurfum að stórauka lóðaframboð hjá hinum ýmsu sveitafélögum til að tryggja framboð og að þessi liður hætti þá að auka verðbólguþrýstinginn eins og hann hefur verið að gera undanfarið,“ segir Anna.
Spurð hvort hún telji hjaðnandi verðbólgu gefa ástæðu til að lækka stýrivexti bendir Anna á að önnur verðbólgumæling muni eiga sér stað áður en að næsta ákvörðun um þá verður tekin.
„Ég held að við verðum að bíða og sjá hvernig septembermælingin kemur út. [...] Ég held að það muni skipta miklu máli upp á hvað peningastefnunefndin ákveður í október,“ segir Anna.
Hún bætir við að ef að þróunin verður áfram í „rétta átt“ megi benda á að raunstýrivextir séu háir og að ef verðbólgan hjaðnar eru þeir enn hærri og hafa ekki verið hærri síðan 2009.
„Það er sannarlega tilefni til að velta því fyrri sér hvort þeir séu þá mögulega orðnir of háir miðað við efnahagshorfurnar,“ segir Anna að lokum.