Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sætti líflátshótunum um árabil frá manni sem þekktur var fyrir hótanir og ofbeldi. Hann var með sleggjuskaft til taks á heimilinu ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja sig og sína fyrir árás inn á heimilið.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sætti líflátshótunum um árabil frá manni sem þekktur var fyrir hótanir og ofbeldi. Hann var með sleggjuskaft til taks á heimilinu ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja sig og sína fyrir árás inn á heimilið.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sætti líflátshótunum um árabil frá manni sem þekktur var fyrir hótanir og ofbeldi. Hann var með sleggjuskaft til taks á heimilinu ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja sig og sína fyrir árás inn á heimilið.
Hótandinn afplánar nú dóm í fangelsinu á Litla–Hrauni eftir að hafa stungið mann með hnífi. Helgi Magnús er gestur Dagmála í dag og lýsir þar þeim hryllingstíma sem hann gekk í gegnum. Hann leit um öxl þegar hann gekk út af vinnustað sínum sem er skrifstofa ríkissaksóknara sem vistar æðstu embættismenn réttarvörslukerfis Íslands.
Hann hafði komið upp myndavélakerfi með hreyfiskynjurum við heimili sitt og um tíma brást hann við hverri tilkynningu í síma sinn frá kerfinu.
Greiningardeild ríkislögreglustjóra aðstoðaði Helga með þeim hætti að afhenda honum búnað til að verja sig á heimili sínu kæmi til þess að á hann yrði ráðist. Á sama tíma voru símanúmer allra á heimilinu flokkuð sem forgangsnúmer í fjarskiptamiðstöð lögreglu, þannig að ef hringt væri úr þeim númerum myndi lögregla bregðast við með forgangi.
Sjálfur hafði Helgi tiltæka kylfu sem hann segir að hafi verið sleggjuskaft. Það var áður en að hann fékk búnað frá lögreglunni. „Bara til að hafa eitthvað. Að þú hafir eitthvað til að verja þig ef maðurinn ryðst inn um dyrnar með hníf á lofti,“ upplýsti Helgi Magnús í viðtalinu.
Í þeim hluta viðtalsins sem fylgir fréttinni útlistar Helgi þessa stöðu og viðurkennir að álagið sem fylgdi þessu hafi verið mikið. Hann les líka upp hluta af þeim hótunum sem sendar voru til hans í tölvupósti. Maðurinn var dæmdur fyrir þessar hótanir í garð Helga.
Æskuvinur Helga að vestan hefur hafið undirskriftarsöfnun honum til stuðnings. Eins og kemur fram í viðtalinu eru á sjötta þúsund manns búin að skrifa undir. Hér að neðan er linkur á undirskriftasöfnunina.
Farið er yfir ítarlega yfir málið með vararíkissaksóknara í Dagmálum dagsins. Bæði aðdraganda og hvert mögulegt framhald gæti orðið. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.