Aníta Briem frumsýnir kærastann

Instagram | 30. ágúst 2024

Aníta Briem frumsýnir kærastann

Leikkonan Aníta Briem hefur nú svipt hulunni af sambýlismanni sínum Hafþóri Waldorff. Síðan parið hnaut um hvort annað hefur hún aldrei birt mynd af honum eða þeim saman. 

Aníta Briem frumsýnir kærastann

Instagram | 30. ágúst 2024

Ástin er ríkjandi.
Ástin er ríkjandi. Samsett mynd

Leikkonan Aníta Briem hefur nú svipt hulunni af sambýlismanni sínum Hafþóri Waldorff. Síðan parið hnaut um hvort annað hefur hún aldrei birt mynd af honum eða þeim saman. 

Leikkonan Aníta Briem hefur nú svipt hulunni af sambýlismanni sínum Hafþóri Waldorff. Síðan parið hnaut um hvort annað hefur hún aldrei birt mynd af honum eða þeim saman. 

Aníta birti ástríka afmæliskveðju á Instagram-síðu sinni rétt í þessu í tilefni af þrítugsafmæli Hafþórs og deildi fallegum myndum af parinu.

„Maðurinn minn með stóra hjartað. Takk fyrir að opna allt upp á gátt, byggja með mér heim, þar sem allt er hvellpósitívt og glitrandi. Hjá þér er jörðin og róin sem og hitinn og forvitnin. Til hamingju með stóra daginn þinn ástin mín,” skrifar Aníta við færsluna.

Aníta og Hafþór festu kaup á íbúð við Bárugötu í maí og eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember.

View this post on Instagram

A post shared by Aníta Briem (@anitabriem)



mbl.is