Steinbergur hefur staðið í miklum breytinum en nú er húsið komið á sölu

Heimili | 31. ágúst 2024

Steinbergur hefur staðið í miklum breytinum en nú er húsið komið á sölu

Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason og eiginkona hans, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, hafa sett heillandi einbýli sitt í Breiðholtinu á sölu. Parið festi kaup á húsinu 2018 og síðan þá hefur nánast allt verið endurnýjað hvað varðar innréttingar, gólfefni, baðherbergi og þar fram eftir götunum. Í þessum takteringum var garðurinn ekki skilinn útundan og hann snyrtur og lagaður heilmikið. Húsið er 209 fm að stærð og var reist 1971. 

Steinbergur hefur staðið í miklum breytinum en nú er húsið komið á sölu

Heimili | 31. ágúst 2024

Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason og eiginkona hans, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, hafa sett heillandi einbýli sitt í Breiðholtinu á sölu. Parið festi kaup á húsinu 2018 og síðan þá hefur nánast allt verið endurnýjað hvað varðar innréttingar, gólfefni, baðherbergi og þar fram eftir götunum. Í þessum takteringum var garðurinn ekki skilinn útundan og hann snyrtur og lagaður heilmikið. Húsið er 209 fm að stærð og var reist 1971. 

Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason og eiginkona hans, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, hafa sett heillandi einbýli sitt í Breiðholtinu á sölu. Parið festi kaup á húsinu 2018 og síðan þá hefur nánast allt verið endurnýjað hvað varðar innréttingar, gólfefni, baðherbergi og þar fram eftir götunum. Í þessum takteringum var garðurinn ekki skilinn útundan og hann snyrtur og lagaður heilmikið. Húsið er 209 fm að stærð og var reist 1971. 

Húsið var eins og leikmynd í Mad Man sjónvarpsþáttunum þegar Steinbergur og Hrafnhildur keyptu það. Þar voru grænar flísar, blá gólfteppi og grænar formæka-innréttingar í eldhúsinu. Þau keyptu húsið á 73.500.000 kr. en nú er ásett verð 168.900.000 kr. 

Í eldhúsinu eru eikar-innréttingar í bland við hvítar sprautulakkaðar.
Í eldhúsinu eru eikar-innréttingar í bland við hvítar sprautulakkaðar.
Skipulagið á eldhúsinu var látið halda sér.
Skipulagið á eldhúsinu var látið halda sér.
Áður voru grænar innréttingar með formæka-hurðum með eikarrömmum.
Áður voru grænar innréttingar með formæka-hurðum með eikarrömmum.

Arkitekt fenginn í málið 

Valdimar Harðarson arkitekt endurhannaði breytingarnar á húsinu og var tekið tillit til upprunalegrar hönnunar hússins. Kjartan Kjartansson arkitekt teiknaði það á sínum tíma og var hönnun hans sýnd virðing þegar farið var í endurbætur. 

Í eldhúsinu eru eikar-innréttingar með gripum og gott skápapláss. Efri skápar eru opnir að hluta til sem létta á eldhúsinu þar sem það er í sérherbergi og ekki galopið inn í stofu. 

Nýtt parket var sett á stofuna. Hér er húsgögnum raðað …
Nýtt parket var sett á stofuna. Hér er húsgögnum raðað upp á nýmóðins hátt. Sófar úti á gólfi og birtan flæðir inn um stóra glugga.
Stofan er björt og rúmgóð.
Stofan er björt og rúmgóð.
Stofan er á palli fyrir ofan borðstofuna.
Stofan er á palli fyrir ofan borðstofuna.

Borðstofan nú og þá 

Húsið er hannað þannig að gott skjól myndast á útisvæði í garðinum. Stórir gluggar í borðstofu hleypa birtinunni inn og sjarmi áttunda áratugarins fær að njóta sín. Í dag er borðstofan flísalögð með fallegum ljósgráum flísum en áður var blámunstrað teppi á gólfinu. 

Skipt var um gólfefni í borðstofunni. Hér fær PH-ljós Poul …
Skipt var um gólfefni í borðstofunni. Hér fær PH-ljós Poul Henningsen, snjóboltinn, að njóta sín.
Þetta bláa teppi prýddi borðstofuna þegar húsið var auglýst til …
Þetta bláa teppi prýddi borðstofuna þegar húsið var auglýst til sölu 2018.

Nýtt baðherbergi

Þegar Steinbergur og Hrafnhildur keyptu húsið voru baðinnréttingar úr furu í húsinu, grænar flísar og grænt baðkar. Nú eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar í húsinu og baðkarið hefur vikið fyrir sturtu. 

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða baðherbergið.
Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða baðherbergið.
Áður var allt grænt, grænt baðkar, grænir vaskar og grænt …
Áður var allt grænt, grænt baðkar, grænir vaskar og grænt salerni.
Húsið er fallega hannað.
Húsið er fallega hannað.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Fornistekkur 16

Stórir gluggar setja svip sinn á húsið.
Stórir gluggar setja svip sinn á húsið.
Hér eru útihúsgögn frá HAY á besta stað í garðinum. …
Hér eru útihúsgögn frá HAY á besta stað í garðinum. Þau fást í Epal.
mbl.is