Liðsmaður The Cure með eitilfrumukrabbamein

Poppkúltúr | 2. september 2024

Liðsmaður The Cure með eitilfrumukrabbamein

Roger O’Donnell, hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar The Cure, tilkynnti aðdáendum sínum á samfélagsmiðlasíðunni X í gærdag að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein í september á síðasta ári.

Liðsmaður The Cure með eitilfrumukrabbamein

Poppkúltúr | 2. september 2024

O'Connell var fjarverandi á tónleikaferðalagi The Cure á síðasta ári.
O'Connell var fjarverandi á tónleikaferðalagi The Cure á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Roger O’Donnell, hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar The Cure, tilkynnti aðdáendum sínum á samfélagsmiðlasíðunni X í gærdag að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein í september á síðasta ári.

Roger O’Donnell, hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar The Cure, tilkynnti aðdáendum sínum á samfélagsmiðlasíðunni X í gærdag að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein í september á síðasta ári.

Hljómborðsleikarinn ákvað að opna sig um veikindi sín í tilefni af Blood Cancer Awareness Month. Í færslunni viðurkenndi hann að hafa hunsað sjúkdómseinkenni sín í þó nokkurn tíma. 

O'Donnell, sem gekk til liðs við bresku rokksveitina árið 1987, er á batavegi eftir að hafa gengist undir geisla- og lyfjameðferð síðustu mánuði. Landsmenn þekkja O'Donnell því hann var eitt sinn á föstu með hinni íslensku Elísabetu Davíðsdóttur sem er í dag ljósmyndari í New York. Hún starfaði hinsvegar sem fyrirsæta þegar þau áttu í sambandi. 

mbl.is