Enn eru tveir strókar virkastir í eldgosinu við Sundhnúkagíga og hraun heldur áfram að safnast upp þar í kring.
Enn eru tveir strókar virkastir í eldgosinu við Sundhnúkagíga og hraun heldur áfram að safnast upp þar í kring.
Enn eru tveir strókar virkastir í eldgosinu við Sundhnúkagíga og hraun heldur áfram að safnast upp þar í kring.
Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurð út í stöðu mála.
Hún segir litlar breytingar hafa orðið á gosinu síðustu daga. Dregið hefur úr skyggni á svæðinu en það var ágætt í nótt.
Smávægileg loftmengun hefur mælst í Vogum í morgun og búast má við því að hún haldi þar áfram framan af degi. Seinnipartinn gæti dregið úr henni.
Mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur verið við gígana og hafa fimm skjálftar mælst þar síðasta sólarhringinn.