Aron seldi rafrettukóngum lúxusíbúðina

Heimili | 4. september 2024

Aron seldi rafrettukóngum lúxusíbúðina

Félag Arons Pálmarssonar handboltastjörnu í FH, AP24 ehf., hefur selt lúxusíbúð við Hafnartorg. Íbúðin var auglýst til sölu í vor og vakti töluverða athygli fyrir glæsileika. En líka fyrir eitt annað. Í fasteignaauglýsingu kom fram að öll húsgögnin sem prýddu íbúðina gætu fylgt með í kaupunum. 

Aron seldi rafrettukóngum lúxusíbúðina

Heimili | 4. september 2024

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag Arons Pálmarssonar handboltastjörnu í FH, AP24 ehf., hefur selt lúxusíbúð við Hafnartorg. Íbúðin var auglýst til sölu í vor og vakti töluverða athygli fyrir glæsileika. En líka fyrir eitt annað. Í fasteignaauglýsingu kom fram að öll húsgögnin sem prýddu íbúðina gætu fylgt með í kaupunum. 

Félag Arons Pálmarssonar handboltastjörnu í FH, AP24 ehf., hefur selt lúxusíbúð við Hafnartorg. Íbúðin var auglýst til sölu í vor og vakti töluverða athygli fyrir glæsileika. En líka fyrir eitt annað. Í fasteignaauglýsingu kom fram að öll húsgögnin sem prýddu íbúðina gætu fylgt með í kaupunum. 

Þeir aðilar sem þráðu að flytja inn í heim Arons Pálmasonar gátu því keypt allt í einni ferð; íbúð, sófa, stóla, mottu og borð og svo fram eftir götunum. Íbúðin er staðsett við Reykjastræti 7 á Hafnartorgi og er 101 fm að stærð og er í húsi sem reist var 2019. 

Kaupandi íbúðarinnar er félagið Fitjaborg ehf. sem er í eigu Snorra Guðmundssonar og Auðar Ránar Kristjánsdóttur. Þau hafa áður ratað í fréttir vegna fasteignakaupa því þau hafa bæði keypt glæsihús í Akrahverfinu í Garðabæ og líka keypt lúxusíbúð við Hafnartorg. Félag þeirra greiddi 125.000.000 kr. fyrir íbúðina og öll húsgögnin fylgdu með í kaupunum. 

Smartland óskar félaginu til hamingju með íbúðina! 

mbl.is