Hvaða bresku Love is Blind-pör eru enn saman?

Stjörnur skilja | 4. september 2024

Hvaða bresku Love is Blind-pör eru enn saman?

Á dögunum var lokaþáttur fyrstu bresku Love is Blind raunveruleikaseríunnar sýndur á Netflix. Þættirnir eru upphaflega bandarískir og hafa notið gríðarlegra vinsælda, en sex seríur hafa þegar komið út í Bandaríkjunum og hafa þættirnir einnig komið út í öðrum löndum, þar á meðal í Svíþjóð, Brasilíu, Japan, Þýskalandi og nú Bretlandi.

Hvaða bresku Love is Blind-pör eru enn saman?

Stjörnur skilja | 4. september 2024

Lokaþáttur Love is Blind var dramatískur og tilfinningaþrunginn!
Lokaþáttur Love is Blind var dramatískur og tilfinningaþrunginn! Skjáskot/Instagram

Á dögunum var lokaþáttur fyrstu bresku Love is Blind raunveruleikaseríunnar sýndur á Netflix. Þættirnir eru upphaflega bandarískir og hafa notið gríðarlegra vinsælda, en sex seríur hafa þegar komið út í Bandaríkjunum og hafa þættirnir einnig komið út í öðrum löndum, þar á meðal í Svíþjóð, Brasilíu, Japan, Þýskalandi og nú Bretlandi.

Á dögunum var lokaþáttur fyrstu bresku Love is Blind raunveruleikaseríunnar sýndur á Netflix. Þættirnir eru upphaflega bandarískir og hafa notið gríðarlegra vinsælda, en sex seríur hafa þegar komið út í Bandaríkjunum og hafa þættirnir einnig komið út í öðrum löndum, þar á meðal í Svíþjóð, Brasilíu, Japan, Þýskalandi og nú Bretlandi.

Markmið þáttanna er að hjálpa fólki að finna hina einu sönnu ást út frá persónuleika en ekki útliti. Í bresku seríunni voru sex pör sem trúlofuðu sig og þrjú pör sem sögðu „já“ við altarið, en nú er ár liðið frá brúðkaupsdeginum og því margir spenntir að komast að því hvort einhver hjónanna séu enn saman.

Bobby og Jasmine

Jasmine og Bobby sögðu bæði „já“ við altarið og eru enn hamingjuamlega gift í dag. Hjónin hafa í dag keypt íbúð saman og komið sér vel fyrir þar, en þau vonast til að taka næsta skref fljótlega og stofna fjölskyldu saman.

Bobby og Jasmine eru enn hamingjusamlega gift.
Bobby og Jasmine eru enn hamingjusamlega gift. Skjáskot/Instagram

Freddie og Catherine

Eftir tilfinningaþrungið „nei“ frá Freddie við altarið voru margir spenntir að sjá hvort Freddie og Catherine hefðu haldið ástarsambandi sínu áfram. Þau höfðu gengið í gegnum ýmsa erfiðleika í þáttunum, en þau eru ekki í ástarsambandi í dag heldur aðeins vinir. 

Freddie og Catherine eru ekki saman í dag.
Freddie og Catherine eru ekki saman í dag. Samsett mynd

Sam

Sam hefur verið á milli tannanna á fólki frá fyrsta þætti enda bentu nokkrir þátttakendur á hin ýmsu rauðu flögg í fari hans. Þrátt fyrir það fór hann á skeljarnar og bað Nicole, en trúlofunin entist þó ekki lengi og var slitið stuttu síðar. Í dag er hann einhleypur og segist hafa verið að vinna í sjálfum sér frá því tökum lauk, en hann hefur hlotið harða gagnrýni á samfélagsmiðlum.

Skjáskot/Instagram

Benaiah og Nicole

Benaiah og Nicole fengu annað tækifæri í þáttunum eftir að Nicole sleit trúlofun sinni við Sam. Þessu fylgdi mikil dramatík og Sam olli heilmiklum vandræðum í þáttunum. Þrátt fyrir það sögðu Benaiha og Nicole bæði „já“ við altarið og eru enn hamingjusamlega gift í dag. 

Í dag er Sam einhleypur og segist hafa eytt síðasta …
Í dag er Sam einhleypur og segist hafa eytt síðasta árinu í að vinna í sjálfum sér. Skjáskot/Instagram

Ollie og Demi

Ollie og Demi höfðu komist í gegnum ýmsa erfiðleika og ástin virtist blómstra þegar þau gengu að altarinu. Það kom því sumum á óvart að Demi skyldi segja „nei“, en þau segjast vera betri sem vinir en elskhugar og eru því ekki saman í dag.

Ollie og Demi eru ekki saman í dag.
Ollie og Demi eru ekki saman í dag. Samsett mynd

Steven og Sabrina

Það kom fáum á óvart þegar Steven og Sabrina sögðu bæði „já“ við altarið, enda virtust þau loksins hafa fundið sálufélaga sinn. Hamingjan entist hins vegar ekki lengi hjá hjónunum, en þau eru búin að skilja í dag og voru allt annað en sátt við hvort annað í lokaþættinum.

Steven og Sabrina giftu sig í þáttunum en eru búin …
Steven og Sabrina giftu sig í þáttunum en eru búin að skilja í dag. Samsett mynd

Tom og Maria

Tom og Maria féllu fyrir hvort öðru og trúlofuðu sig í þáttunum. Við altarið sagði Tom hins vegar „nei“ þar sem gildi þeirra virtust ekki nægilega samræmd. Þau eru ekki saman í dag.

Tom og Maria eru ekki saman í dag.
Tom og Maria eru ekki saman í dag. Samsett mynd

Natasha

Þrátt fyrir að hafa ekki fengið bónorð í þáttunum myndaði Natasha sterk tengsl við Tom. Hún var í mikilli ástarsorg þegar Tom tjáði henni að hann hefði valið Mariu. Þrátt fyrir að Tom og Maria hafi ekki gengið í hjónaband og séu ekki saman í dag, þá virðast Natasha og Tom ekki hafa kannað tengslin sem þau fundu í þáttunum frekar og er Natasha því einhleyp í dag.

Natasha er einhleyp í dag.
Natasha er einhleyp í dag. Skjáskot/Instagram
mbl.is