„Það kannski skekkir aðeins að það leita fleiri konur yfirhöfuð til Virk þannig að við erum með meirihluta kvenna í þessum hópi. En svo eins og við höfum svolítið rætt að þá eru sumar starfstéttir bara stærri en aðrar hérna á Íslandi eins og til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, kennarar og svona sem eru bara stærri starfstéttir en til dæmis flugumferðarstjórar eða eitthvað slíkt,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir í Dagmálum þar sem hún ræðir orsakasamhengi starfstengdar kulnunar ásamt Berglindi Stefánsdóttur en báðar starfa þær sem sálfræðingar og verkefnastjórar hjá Virk.
„Það kannski skekkir aðeins að það leita fleiri konur yfirhöfuð til Virk þannig að við erum með meirihluta kvenna í þessum hópi. En svo eins og við höfum svolítið rætt að þá eru sumar starfstéttir bara stærri en aðrar hérna á Íslandi eins og til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, kennarar og svona sem eru bara stærri starfstéttir en til dæmis flugumferðarstjórar eða eitthvað slíkt,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir í Dagmálum þar sem hún ræðir orsakasamhengi starfstengdar kulnunar ásamt Berglindi Stefánsdóttur en báðar starfa þær sem sálfræðingar og verkefnastjórar hjá Virk.
„Það kannski skekkir aðeins að það leita fleiri konur yfirhöfuð til Virk þannig að við erum með meirihluta kvenna í þessum hópi. En svo eins og við höfum svolítið rætt að þá eru sumar starfstéttir bara stærri en aðrar hérna á Íslandi eins og til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, kennarar og svona sem eru bara stærri starfstéttir en til dæmis flugumferðarstjórar eða eitthvað slíkt,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir í Dagmálum þar sem hún ræðir orsakasamhengi starfstengdar kulnunar ásamt Berglindi Stefánsdóttur en báðar starfa þær sem sálfræðingar og verkefnastjórar hjá Virk.
Þrátt fyrir að árið 2023 hafi kynjaskipting þjónustuþega Virk verið mjög ójöfn þar sem konur voru í miklum meirihluta segja þær Guðrún og Berglind vandasamt að festa fingur á hvort líkur á kulnun séu meiri innan ákveðinna samfélagshópa eður ei. Rannsóknir kunni þó að benda á ákveðna tölfræði hjá tilteknum hópum sem liggja undir smásjánni hverju sinni.
„Rannsóknir hafa svolítið beint sínum rannsóknum að vissum hópum. Þá er erfiðara að segja nákvæmlega til um það hvort kulnun sé líklegri hjá ákveðnum hópum en öðrum og aldurinn virðist heldur ekki vera neitt sérstaklega ráðandi þarna,“ bendir Guðrún Rakel á en líkt og fram kemur í opinberum upplýsingum á vefsíðu Virk leituðu 70% konur og 30% karlar eftir þjónustu á síðasta ári.
„Þar sem fólk er að vinna með öðru fólki sjáum við þetta gerast og rannsóknir hafa verið að beina spjótum sínum þangað og það er auðvitað að finna í mjög mörgum störfum,“ segir Berglind og telur umönnunarstörf einn þátt í því.
„Svo eru líka bara stjórnendur að vinna með fólki, flestir eiga einhverja samstarfsmenn þannig að það er kannski þessi þáttur sem við sjáum koma inn og er verið að rannsaka.“
Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru vísbendingar um að menntunarstig sé einn þeirra þátta sem mest er áberandi þegar starfstengd kulnun er til skoðunar. Merki eru um að algengi kulnunar sé í meira mæli hjá þeim sem lokið hafa háskólamenntun en menntun á öðru menntunarstigi, svo sem iðnnámi eða framhaldsskólamenntun.
„Það sem okkur finnst svolítið áhugavert núna þá er verið að rannsaka og skoða þessi sérhæfðu störf þar sem reynir frekar á hugræna getu og þá þætti,“ segir Berglind.
„Við sjáum það sem hefur breyst núna síðasta áratuginn að störf eru orðin kannski meira hugrænt krefjandi í dag. Við erum kannski minna í verklegum störfum en tæknin hefur leitt okkur þangað þannig að það má segja að við séum mögulega að sjá aukningu á því að fólk sé að upplifa mikið álag þar sem reynir mjög hugrænt á það í vinnunni.“
Smelltu á spilarann hér fyrir neðan til að horfa eða hlusta á þáttinn í heild.